Í ár er dagurinn tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni, á ári líffræðilegrar fjölbreyttni.
Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Hann var einna fyrstur til að hvetja til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.
Dagskrá er
hér.
Landssamtök hjólreiðamanna tekur þátt í deginum við Norrænna húsið. Dr. Bæk mun skoða og votta reiðhjól og gefa góð ráð varðandi hjól og hjólreiðar. Þrautabraut verður á staðnum þar sem börn og fullorðnir geta spreytt sig í léttum þrautum.
Starfsemi Dr. Bæk er nánar lýst á vef hjólafærni.
www.hjolafaerni.is