Ársþing Landssamtaka hjólreiðamanna

lhmmerkitext1Ársþing LHM var haldið fimmtudaginn 25. febrúar í húsnæði Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2. Dagskrá var hefðbundinn samkvæmt lögum félagsins.

Meðal annars kynnti Morten Lange formaður ársskýrslu stjórnar. og lagðir voru fram endurskoðaðir reikningar fyrir LHM og verkefnið Hjólafærni.

Gerðar voru nokkrar lagabreytingar. Breytingarnar eru kynntar á vef LHM ásamt nýjum lögum.

Ný stjórn var kjörin. Stjórnin skipti með sér verkum á fyrsta fundi sínu. Hana skipa Árni Davíðsson formaður (ÍFHK), Ásbjörn Ólafsson varaformaður (ÍFHK), Guðný Katrín Einarsdóttir ritari (ÍFHK), Haukur Eggertsson gjaldkeri (Hjólamenn) og Arnaldur Hilmisson meðstjórnandi (HFR). Varamen voru kjörnir Morten Lange fráfarandi formaður og Magnús Bergsson. Stjórnin og verkefnisstjórar eru kynntir á vef LHM.

Páll Guðjónsson kynnti endurskoðað stefnumótunarskjal. Það var rætt nokkuð og gerðar smávægilegar athugasemdir og efnisatrið skjalsins samþykkt. Samþykkt var sérstök ályktun ársþingsins. Allt er þetta birt á vef samtakanna.

Árni Davíðsson kynnti hugmyndir að nokkrum starfsnefndum og gátu menn skrifað sig á blað til þáttöku í þeim. Þær verða betur kynntar síðar á vefnum. Það vantar en fólk í starfsnefndir þannig að þeir sem hafa áhuga geta skráð sig í nefnd að eigin vali.

Fundurinn endaði með því að eftirfarandi ályktun var samþykkt:

Ályktun ársþings LHM 25. febrúar 2010

Ársþing Landssamtaka hjólreiðamanna 2010 samþykkir samantekt stefnumála LHM sem þar var lögð fram. Samstaða er um þau málefni sem LHM vill að stjórnvöld setji í forgang til að bæta aðstöðu til hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig er samstaða um önnur áherslumál og lausnir sem þar er lýst.

Fundurinn lýsir fullum stuðning við þær tillögur sem LHM hefur sent inn vegna fyrirhugaðra breytinga á umferðarlögum, s.s. mótmælum við því að frelsi fólks til hjólreiða verði skert með skilyrtu aðgengi hjólreiðafólks til vega og stíga og lögbundinni skyldunotkun reiðhjólahjálma.

Þesssar tillögur vinna gegn baráttumálum LHM um að efla hjólreiðar sem raunhæfan samgöngumáta og heilsusamlegan lífsmáta. Þær eru ekki í samræmi yfirlýsta stefnu ríkis og sveitafélaga í málefnum hjólreiðafólks, í umhverfismálum eða í lýðheilsumálum.

Fundurinn lýsir yfir ánægju með merka áfanga sem unnist hafa með starfi LHM í tíð fráfarandi stjórnar í hagsmunabaráttu og fræðslumálum. Má þar nefna komu John Franklin og það öfluga fræðslustarf sem farið var í í framhaldinu með kynningu á þversögnum í öryggismálum hjólreiðafólks, samgönguhjólreiðum og hjólafærnikennslu. Einnig þá áfangasigra sem hafa nást inn í drög að nýjum umferðarlögum. Ný stjórn er hvött til að fylgja þessu starfi eftir.