Vorið 2012 voru útbúnar leiðbeiningar fyrir hjólandi vegfarendur hjá LHM. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna var að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núníngi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur á stígum eða götum og var sagt frá útgáfu þeirra hér: Leiðbeiningar um örugga umferð hjólandi. Núna er búið að endurskoða þessar leiðbeiningar og gera þær skýrari og vonandi auðveldari aflestrar.
Þann 1. mars síðast liðinn var felldur niður 10% tollur á reiðhjólum[1] frá löndum utan ESB. Þar með var í höfn baráttumál Landssamtakanna að tollar á reiðhjólum séu sambærilegir við tolla og vörugjöld á mengunarminni bílum. LHM hefur í umsögnum[2,3,4] um hin ýmsu mál hvatt ríkisstjórn og Alþingi til að létta þessum tollum af reiðhjólum enda skjóti það skökku við að hafa 10% toll á reiðhjólum en engan toll eða vörugjöld á mengunarminni bílum sem alltaf menga meira en reiðhjól.
Aðalfundur LHM verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar næstkomandi kl. 20:00 í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustig 2. Hægt er að láta vita af komu á aðalfund á viðburðiá svæði LHM á Fésbókinni.
Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM. Íslenski fjallahjólaklúbburinn, Hjólreiðafélag Reykjavíkur, Hjólamenn og Hjólafærni eru nú aðildarfélög að LHM. Fjórir einstaklingar hafa sótt um einstaklingsaðild, Árni Davíðsson, Fjölnir Björgvinsson, Morten Lange og Sesselja Traustadóttir. Hægt er að sækja um aðild fram að aðalfundi og á aðalfundi.
Landssamtök hjólreiðamanna eru í samstarfi við Umferðarstofu um að vekja athygli á mikilvægi ljósa núna þegar haustar að og fer að rökkva. Hjólabúðirnar ætla að vera með lækkað verð á ljósum og tryggingafélögin ætla að gefa ljós. Af þessu tilefni birtum við hér fréttatilkynningu frá Umferðarstofu:
Í vetur verður haldið áfram með hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.
Landssamtök hjólreiðamanna hlutu í dag samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar fyrir virka þátttöku og áhrif í að efla hjólreiðar á Íslandi. Sjá nánar í frétt Reykjavíkurborgar.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núníngi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Aðalfundur LHM verður haldinn miðvikudaginn 21. mars næstkomandi kl. 20:00 í sal A í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6 í Laugardal. Hægt er að láta vita af komu á aðalfund á viðburði á svæði LHM á Fésbókinni.
Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM. Íslenski fjallahjólaklúbburinn og Hjólreiðafélag Reykjavíkur eru nú aðildarfélög að LHM.
Laugardaginn 4. febrúar 2012 mun LHM halda opin fund um tillögur samtakanna um hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu.
Fundurinn verður haldin kl. 14-16 í sal E á 3. hæð í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6 í Laugardal. Allir þeir sem áhuga hafa á málefninu eru velkomnir.
Landssamtök hjólreiðamanna óska eftir upplýsingum frá hjólandi um snjóruðning á höfuðborgarsvæðinu á umræðuvef Fjallahjólaklúbbsins:
Page 6 of 12