- Upplýsingar um reiðhjólaeign landsmanna. Fjöldi reiðhjóla á hverja 1.000 íbúa og/eða hlutfall heimila þar sem reiðhjól er á heimilinu. Á verksviði Hagstofu Íslands?
- Hlutdeild ferða í vinnu og annarra erinda, sem farinn er á reiðhjóli, gangandi, með almenningssamgöngum og í einkabíl. Þ.e. ferðamáti. Á landsvísu og eftir sveitarfélögum og hverfum. Nokkrar upplýsingar til en nánast eingöngu frá höfuðborgarsvæðinu og einkum þá Reykjavík. Þessar athuganir (1, 2, 3, 4) eru gerðar með skoðanakönnunum og má draga í efa nákvæmni þeirra þótt þær gefi sennilega nokkuð góða mynd. Árstími skiptir miklu máli og hvernig spurt er og stærð úrtaks. Nokkrar beinar talningar eru til á sniðum í Reykjavík (5, 6) en það er nýbyrjað á þeim og þær geta væntanlega svarað til um hlutdeild á einstökum götum og sniðum en ekki hlutdeild í heildarferðafjölda. Einnig er eitthvað til um hlutdeild ferðamáta hjá börnum í skóla (7). Á verksviði sveitarfélaga, Vegagerðar ríkisins og Hagstofu Íslands?
- Vegalengd sem meðalmaðurinn hjólar á ári. Á verksviði Hagstofu Íslands og Vegagerðarinnar?
- Markmið ríkisvaldsins og einstakra sveitarfélaga í hjólamálum. Reykjavík er eina sveitarfélagið sem hefur sett sér tölusett markmiði um aukningu hjólreiða og hefur gert hjólreiðaáætlun, Hjólaborgin Reykjavík. Kópavogur og Hafnarfjörður segjast vera með gerð hjólreiðaáætlunar í vinnslu. Verksvið ríkisstjórnar, Alþingis og sveitarfélaga.
Á næstunni verða birtir hér stuttir pistlar með niðurstöðum úr einstaka þáttum sem skoðaðir voru til að svara þessari fyrirspurn ECF.
Ef lesendur þekkja fleiri upplýsingar og skýrslur um þessi atriði er velkomið að senda tölvupóst á