Hjólateljari

Reykjavíkurborg setti  upp fastan hjólateljara í júní á þessu ári við stíginn meðfram Suðurlandsbraut rétt við gatnamótin við Kringlumýrarbraut. Hann telur þá sem hjóla framhjá og sýnir hversu margir hafa hjólað hjá yfir daginn og yfir árið.

Teljarinn á vefnumÞetta er frábært framtak hjá borginni. Með þessum teljara ætti að fást mikilsverðar upplýsingar um árstíðaskipti í hjólreiðum og áhrif veður og veðurlags á fjölda þeirra sem hjóla. Fram að þessu hafa engar áreiðanlegar upplýsingar legið fyrir um árstíðaskipti í hjólreiðum en það er vitað að mun fleiri hjóla að sumri en að vetri.

Hjólandi hafa verið taldir einu sinni á hausti frá árinu 2009 í Reykjavík en síðast liðið ár hefur Reykjavíkurborg látið telja hjólandi á sniðum um borgina fjórum sinnu á ári. Betur má gera sér grein fyrir hvað einstakar talningar þýða ef þær eru bornar saman við árstíðasveifluna sem fæst úr teljaranum. Æskilegt getur verið að hafa 2-3 teljara til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu og ekki síður vantar talningu á gangandi vegfarendum en þeir eru ótaldir en sem komið er.

Hægt er að kalla eftir niðurstöðum úr teljaranum í  einn sólarhring eða einn mánuð aftur í tímann með því að fara á heimasíðu framleiðandans. Að jafnaði virðast um 2-500 hafa hjólað framhjá á hverjum virkum degi í sumar og fram eftir hausti en nú er farið að draga úr fjöldanum.

Athugið að teljarinn telur eingöngu á þeim hluta stígsins sem er hjólastígur en ekki göngumegin og því þarf maður að vera á hjólastígnum til að vera talin. Sumir hafa þóst sjá að hann telji ekki nægjanlega örugglega ef snjór eða ís liggur yfir stígnum. Eg hef ekki lent í því þegar ég hef skoðað en ef menn verða varir við það má láta vita með pósti til LHM, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Hér má sjá staðsetningu teljarans við Suðurlandsbrautarstíginn, hann er sýndur með tákni fyrir hjólreiðamann.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér geysist hjólreiðamaður framhjá núna í desember.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.