Hjólaferðir LHM frá Hlemmi verða farnar á laugardagsmorgnum í vetur nú sem endranær. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Sú breyting verður samt að nú verður farið annan hvern laugardag.
Nýlega áttu fulltrúar Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna ágætan fund með fulltrúum Reykjavíkurborgar um afnot verktaka að borgarlandinu, einkum með áherslu á aðgengi hjólandi og gangandi vegfarenda.
Nú fer að líða að lokum hjólaferða LHM og Hjólafærni í vetur. Farið er frá Hlemmi á laugardögum kl. 10:15 en mæting er frá kl. 10. Nánar er sagt frá ferðunum hér. Ferðirnar í apríl verða með þema í hverri ferð og er dagskrá þeirra eftirfarandi:
Á aðalfundi LHM sem haldinn var þann 27. febrúar urðu nokkur mannaskipti í stjórn samtakanna. Ásbjörn Ólafsson sem hefur verið formaðu LHM s.l. þrjú ár frá aðalfundi 2015 gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn.
Í samstarfi við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru Landssamtök hjólreiðamanna að fara af stað með verkefni þar sem hægt er að koma með ábendingar um umferðarljós fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur.
Fyrirhugað er að frumvarp að nýjum umferðarlögum verði lagt fram á Alþingi á árinu. LHM mun senda umsögn um þau og gera athugasemdir líkt og undanfarin ár. Við viljum heyra skoðanir hjólandi á lögunum og ræða þetta óformlega á opnum fundi þriðjudaginn 30. janúar. Allir velkomnir.
Aðalfundur LHM verður haldin 27. febrúar 2018 kl. 20:00 í húsnæði ÍSÍ, Engjavegi 6.
Allir eru velkomnir. Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM
Landssamtök hjólreiðamanna LHM óska eftir því að Fréttablaðið/Vísir leiðrétti þessa frétt. Fréttin er röng og meiðandi fyrir hjóreiðamenn. Haldið er fram að hjólreiðamenn hafi valdið 91 umferðarslysi á síðasta ári þar sem ökumenn bifreiða hafi slasast. Hið rétt er að þessir 91 ökumenn sem slösuðust og sagt er frá í töflu nr. 1.6.3 "Orsakir slysa" í skýrslu Samgöngustofu voru ökumenn reiðhjóla, það er hjólreiðamenn. Það er því fullkomlega rangt að halda því fram sem fram kemur í frétt Fréttablaðsins og á Vísi og er það skylda blaðsins að birta hið rétta í blaðinu í vandaðri umfjöllun. Í henni ætti að ræða við höfund skýrslu Samgöngustofu og fulltrúa LHM.
Page 2 of 12