Flokkur: Pistlar

Upplýsingar um snjóruðning í sveitafélögum

Hér að neðan eru talin upp þau sveitarfélög á landinu þar sem við höfum upplýsingar um fyrirkomulag snjóruðnings. Flest sveitarfélög birta einhverjar uppslýsingar um snjóruðning á stígum og gangstéttum. Ef menn hafa upplýsingar um snjóruðning má senda þær á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við setjum þær inn í töfluna.

Flokkur: Pistlar

Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda

Samhliða fjölgun hjólreiðafólks undanfarinna ára hefur þörfin fyrir sátt og samlyndi ólíkra hópa í umferðinni aldrei verið brýnni. Hugmyndin að sáttmála hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra kviknaði kjölfar kynningar Maríu Agnar Guðmundsdóttur hjólreiðakonu og Svavars Svavarssonar ökukennara um gagnkvæman skilning á ráðstefnu Hjólafærni og LHM, Hjólað til framtíðar, sem haldin var á Seltjarnarnesi í september 2018.

Flokkur: Pistlar

Skylda eða skynsemi?

Birgir Birgisson , stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðarmanna, fjallar um af hverju það er slæm hugmynd að leiða í lög hjálmskyldu fyrir allt hjólreiðafólk að 18 ára aldri.

Eftir tæpa 4 áratugi með nánast óbreytt umferðarlög er útlit fyrir að loksins takist að ljúka heildarendurskoðun þessa mikilvæga lagabálks. Margt gott er að finna í frumvarpinu sem um þessar mundir er til umræðu á Alþingi en eitt atriði sérstaklega er þó allrar gagnrýni vert.

Flokkur: Pistlar

Um bann við hjólreiðum í Vonarskarði

Þann 18. október birtist á mbl.is fréttin Svört náttúruvernd valdi sundrungu. Ætti sú frétt að vera til umhugsunar um starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs (VJÞ) og fá talsmenn miðhálendisþjóðgarðs til að huga að hvernig tryggt sé að stjórnsýsla verði faglegri en sú sem VJÞ hefur hingað til sýnt.

Flokkur: Pistlar

Hjólaskálin 2017 til Isavia fyrir Hjólaskálann

Hjólaskálin er veitt þeim sem sannarlega hafa með einum og öðrum hætti, hlúð vel að hjólreiðum í sínu starfi og verið hvetjandi og öðrum góðum fyrirmynd í því að tileinka sér hjólreiðar í daglegum önnum. Höfundur og hönnuður Hjólaskálarinnar er Inga Elín Kristinsdóttir myndlistamaður og það er Reykjavíkurborg sem gefur skálina. Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi velja handhafa Hjólaskálarinnar.

Flokkur: Pistlar

Albert Jakobsson hlýtur Hjólaskálina 2016

Hjólaskálin er veitt þeim sem sannarlega hafa með einum og öðrum hætti, hlúð vel að hjólreiðum í sínu starfi og verið hvetjandi og öðrum góðum fyrirmynd í því að tileinka sér hjólreiðar í daglegum önnum.Höfundur og hönnuður Hjólaskálarinnar er Inga Elín Kristinsdóttir myndlistamaður og það er Reykjavíkurborg sem gefur skálina. Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi velja handhafa Hjólaskálarinnar.

Flokkur: Pistlar

Setningarathöfn Hjólað í vinnuna 2016 - myndband

Hjólað í vinnuna var sett í 14. sinn 4. maí 2016 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hafsteinn Pálsson, formaður Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Illugi Gunnarsson, Mennta- og menningarmálaráðherra, Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur og Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi fluttu stutt hvatningarávörp áður en þau settu verkefnið með táknrænum hætti og hjóluðu af stað ásamt gestum.