Ársþing LHM var haldið fimmtudaginn 25. febrúar í húsnæði Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2. Dagskrá var hefðbundinn samkvæmt lögum félagsins.
Opinn fundur um hjólreiðamál
Þriðjudaginn 30. mars 2010 kl. 20:00
í Sal E, 3. hæð í húsi 4 hjá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands, Engjavegi 6 {jathumbnail off}
Eftir samskipti á "þekkingarvef Allianz" um öryggisatriði og um hjólreiðar sem raunhæfan valkost í samgöngum, fór það þannig að blaðamaður þar bað um viðtal við mig. Viðtalið snýr að þröskuldum fyrir hjólreiðar, ýmis konar ranghugmyndir og hvernig efla megi hjolreiðar:
Á ársþingi LHM þann 25. febrúar verða lagðar fram meðfylgjandi lagabreytingatillögur á lögum LHM. Þær voru unnar af stjórnarteyminu og snúa aðallega að því að gera þau skýrari, taka út úrelt og óþörf ákvæði. Einnig að láta þau endurspegla betur starfhætti samtakanna án þess að um neina eðlisbreytingar sé að ræða.
Ársþing LHM verður haldið fimmtudaginn 25. febrúar næstkomandi kl. 20:30 í klúbbhúsi ÍFHK Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Húsið opnar kl. 20:00
Stjórnin hefur skipað þriggja manna kjörnefnd sem gerir tillögu til ársþings um menn í stjórn, varastjórn og sem endurskoðendur. Kjörnefndina skipa Sesselja Traustadóttir, Árni Davíðsson og Magnús Bergsson.
Í dag var sagt frá því að Reykjavíkurborg hefur samþykkt að efla hjólreiðar með margvíslegum aðgerðum á næstu árum sem hluti af grænu skrefunum.
Það er fagnaðarefni að Reykjavíkurborg sýnir frumkvæði í því að efla hjólreiðar og viðurkenna þannig hjólreiðar sem alvöru samgöngumáta, og sannarlega hagkvæman, heilsusamlegan og umhverfisvænan.
Í júní 2009 skilaði sérfræðinganefnd sem umhverfisráðherra skipaði 2007 af sér skýrslu sem fjallar um möguleika íslendinga á að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda í sex mismunandi geirum samfélagsins. Samgöngur voru þar á meðal og vert er að halda til haga textanum úr skýrslunni sem fjallar um göngu og hjólreiðar.
Segja má að skýrsluhöfundar horfi of stíft á lengd hjólreiðastíga, því það er ekki það eina sem þarf til að auka hjólreiðar. Megnið af gatnakerfinu hentar ágætlega til hjólreiða þó víða megi bæta aðstæður með breiðari akreinum, einfaldari gatnamótum, hægari umferð og opna leiðir fyrir hjólandi sem ástæða hefur þótt til að loka fyrir bílaumferð.
Mér fannst við hæfi að segja frá nokkra atburði undanfarið. Mörg ykkar vita af þessu og sumir hafa tekið þátt :-)
Fyrst nefni ég Berbakt um bæinn kl. 15 á Menningarnótt sem tókst mjög vel.
Frumkvæðið kom frá Bryndísi (Þóru) Þórisdóttur, og hún stóð sér með prýði í samstarfinu við borgina þannig að þetta varð hluti af dagsskrá Menningarnætur ( www.menningarnott.is ) Þetta var líka atburður á Facebook : http://tinyurl.com/hjolumberbakt ( Myndir sýnilegar etc ef maður er loggaður á Facebook)
Umferðarráð samþykkti eftirfarandi ályktun um hjólreiðar og gagnkvæma tillitssemi 14.maí
Umferðarráð vill minna á sívaxandi hóp fólks sem notar reiðhjól sem samgöngutæki og hjólar eftir götum eins og lög segja til um. Nú eru yfir 7000 þáttakendur í keppninni "Hjólað í vinnuna". Ökumenn bifreiða eru hvattir til að virða rétt þeirra og sýna tillitssemi. Reiðhjól eru ökutæki í umferðinni sem fara oftast hægar en bifreiðar. Ökumenn bifreiða þurfa að gefa reiðhjólafólki nægjanlegt rými þegar þeir taka framúr. Þar sem aðstæður á götum eru þröngar eiga bílstjórar að bíða með framúrakstur þar til það er öruggt. Hjólreiðamönnum ber að sýna annarri umferð fulla tillitssemi og hleypa hraðskreiðari umferð framúr, þegar það er óhætt. Ennfremur að virða forgangsrétt gangandi vegfarenda á gangstéttum og á blönduðum útivistarstígum.
Í Fréttablaðinu í dag 7. maí 2009 var smá innslag frá Landsbjörg með tvem alröngum fullyrðingum. Þar héldu þau eftirfarandi fram:
Þetta kalla ég að ala á ótta og hræða frá hjólreiðum. Þarna er verið að vísa í 20 ára gamla rannsókn sem reynst hefur meingölluð eins og fjölmargir fræðimenn hafa bent á. Megingagnrýni á rannsóknina er að hún ber saman tvo hópa sem eru of ólíkir til að hægt sé að draga nokkrar áliktanir af niðurstöðum rannsóknarinnar. Marg oft hefur verið farið yfir þessa rannsókn og sýnt fram á aðferðafræðilega galla hennar. Hér er góð úttekt á markleysi niðurstaðna rannsóknarinnar og bent á að draga megi í efa hlutleysi höfunda hennar þar sem þeir eru miklir talsmenn hjálmaskyldu, rétt eins og Landsbjörg. Þar er bent á að ef sömu tölur eru bornar við stærri og marktækari hóp frá sama tíma er niðurstaðan sú að gagnsemi hjálmanna sé hverfandi. {jathumbnail off}"Sýna athuganir að hjálmur ver fyrir alvarlegum höfuðáverkum í 80 til 85 prósentum tilfella en alvarlegustu slysin verða þegar hjólað er í bílaumferð."
Page 10 of 12