Hjólaatburðir undanfarið og framundan

Hjólað berbakt á menningarnóttMér fannst við hæfi að segja frá nokkra atburði undanfarið. Mörg ykkar vita af þessu og sumir hafa tekið þátt :-)
Fyrst nefni ég Berbakt um bæinn kl. 15 á Menningarnótt sem tókst mjög vel.
Frumkvæðið kom frá Bryndísi (Þóru)  Þórisdóttur, og hún stóð sér með prýði í samstarfinu við borgina þannig að þetta varð hluti af dagsskrá Menningarnætur (  www.menningarnott.is )   Þetta var líka atburður á Facebook : http://tinyurl.com/hjolumberbakt ( Myndir sýnilegar etc ef maður er loggaður á Facebook)

Einnig eru myndir á vef fjallahjólaklúbbsins fjallahjolaklubburinn.is og Hjóla-Hrönn er með myndband á blogginu sínu http://hrannsa.blog.is/blog/hrannsa/entry/935538/ Myndbandið er hér: http://www.youtube.com/watch?v=sKXDRAY-cug

Meðal þátttakanda voru starfsmenn opinberra stofnannna í neytenda- og umhverfismálum. Þeir mættu auðvitað sem einkaaðilar, ekki í krafti embættis, en samt mjög jákvætt ...

Svo má nefna ... Critical Mass á vegum sjálfboðaliðum í SEEDS Iceland sem taldi um 20-40 manns og (því miður) teppti Hringbraut austur af Þjóðminjasafni kl. 1730   21.águst.

28. ágúst var haldin Þyrping /Critical Mass frá menntaskólanum við Hamrahlið kl. 17, þar sem hjólað var um göturnar í 6 manna hópi. Einn þátttakanda var sérstaklega flottur, enda í fötum og hatt sem mættu vera frá 1920 og með hár og yfirvaraskegg í stíl.  Bílstjórar voru tillitssamir og samvinnufúsir, sem og hjólreiðamenn :-) 

Ekkert af þessu var gert á vegum Landssamtakana og í hvorugt tilfellið kom frumkvæðið frá mönnum sem eru virkir í starfi hjólreiðasamtakana. Það finnst mér undirstrika að hjólreiðar hafa meðbýr.

Af öðru meiði : Nýlega var opinn fyrirlestur hjá Háskóla Íslands  með Robert Contanza, heimsfræg ( í greininni ) frumkvöðull í að meta gildi þeirra þjónustu sem náttúran veiti okkur, og talsmaður sjálfbærri þróunar.  Hann sýndi prufutölublað af blaðinu The solutions journal (www.thesolutionsjournal.org)  og þar var grein undir fyrirsögninnni "Bicycling Mum in Malmö".  Það er sennilega ekki tilviljun að fjallað sé skilmerkilega um hjólreiðar í frumeintakinu af þessu blaði.   Costanza og ung kona í salnum tóku hjólreiðar sem dæmi um frábæra leið  til að sýna vilja í umhverfismálum í verki og til að slá margar flugur, svo sem heilbrigði og hagkvæmni  í einu höggi.

Framundan er Evrópsk samgönguvika 16.-22. september, sem Reykjavíkurborg og sennilega fleiri sveitarfélög munu gera eitthvað úr. Hjólreiðafélag Reykjavíkur, HFR, verður með útsláttarkeppni um Tjörnina, Tjarnarsprettur, laugardaginn 19. september eins og undanfarin ár, og BMX snillingar og þess háttar sem sýna listir sínar. Sennilega verður líka hjólalest inn til miðbæ Reykjavíkur sama dag.  Þá má búast við hádegisfundi á vegum borgarinnar um samgöngumál, heilsu og umhverfi í vikunni.  Fregnir hafa borist um mögulega atburði er snúa að samráði við hjólreiðamenn og aðra sem stunda heilbrigðar samgöngur. 

Annars er að sjálfsögðu margt frábært á dagsskrám klúbbanna ( www.fjallahjolaklubburinn.is, www.hfr.is  og öðrum ) framundan :-)