Flokkur: Fréttir LHM

Opnun hjólreiðavangs – Bike Park í Skálafelli

Á sunnudaginn 8. ágúst verður opnað í Skálafelli fyrsta Bike-Park á Íslandi fyrir fjallahjólreiðar.
Lögð verður alls 3 km löng braut með um 350 m fallhæð. Hægt verður að nota stólalyftuna til að komast upp á fjallstopp og hjóla niður. Á neðri hluta svæðisins verða Dirt-Jump og BMX stökkpallar.

Formleg opnun verður þann 8. ágúst með keppni í BMX og Fjallabruni en nánari dagskrá verður auglýst síðar. Til stendur að hafa svæðið opið um helgar fram á haust á meðan veður leyfir.

Flokkur: Fréttir LHM

Dr. BÆK í símatíma hjá Sirrý

mbl100426Hún Sirrý sem hefur jákvæðnina að leiðarljósi í þáttum sínum á sunnudagsmorgnum fékk Dr. BÆK í heimasókn til sín í þáttinn 25. júlí 2010. Þar komu og sátu fyrir svörum í símatíma Sesselja Traustadóttir, verkefnastýra Hjólafærni á Íslandi og Fjölnir Björgvinsson, formaður Íslenska fjallahjólaklúbbsins .

Heimsókn frá Dr. BÆK er hægt að panta hjá Sesselju á vefnum hjólafærni.is. Myndin birtist í Morgunblaðinu þegar dr. BÆK mætti við Norræna húsið í tilefni af degi umhverfisins en á henni er Árni Davíðsson formaður LHM með Sesselju.

Flokkur: Fréttir LHM

Fræg mynd verður tekin á Melhaga á laugardaginn. Komið með reiðhjólin !

Á laugardaginn 19. júní frá kl. 13 er tækifæri til að taka þátt í skemmtilegan gjörning á Melhaga í vesturbæ Reykjavíkur og endurgerð á frægri mynd. Myndin  sýnir hversu mikið pláss við notum í umferðinni á reiðhjóli, í strætó eða á bíl.   Hjólreiðamenn geta sennilega mætt aðeins seinna. Skráið ykkur til þátttöku, og fylgist með á   myndumborg.tumblr.com eða á Facebook (sjá neðar). 

{jathumbnail off}

Flokkur: Fréttir LHM

Skráning í starfsnefndir LHM

Á ársþingi LHM 25. febrúar gafst mönnum kostur á að skrá sig til starfa í starfsnefndir, sem eiga að vinna að afmörkuðum verkefnum. Aðsókn var misjöfn en nægur þáttakendafjöldi var í nokkrum nefndum og hafa þær nú verið settar af stað. Starfsnefndirnar eiga að starfa sjálfstætt og hafa frumkvæði að sínum verkefnum. Þær þurfa að standa skil á næsta aðalfundi samtakanna.

Þeir sem hafa áhuga á að starfa í starfsnefnd geta haft samband við Árna formann LHM í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. en hann kemur áhugasömum í samband við viðkomandi nefnd. Allir félagsmenn Fjallahjólaklúbbsins, HFR og Hjólamanna eru velkomnir að leggja málefnum LHM líð.

Starfsnefndirnar eru eftirfarandi:

Flokkur: Fréttir LHM

Hjólað í vinnuna myndbönd

isi_hjolad_i_vinnuna_logo_10cmÁ vef Hjólað í vinnuna má sjá nokkur myndbönd frá því þegar Hjólaði í vinnuna 2010 var hjólað af stað. Þar má sjá myndbönd af ávörpum sem flutt voru við opnunina meðal léttara efnis.