Flokkur: Fréttir LHM

Samgönguhjólreiðar á laugardagsmorgnum frá Hlemmi

Hjólað á Hverfisgötu3Nú á vormánuðum 2011 verður haldið áfram með hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og verkefnið Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Fyrsta ferðin var farinn laugardaginn 25. september 2010 en sú fyrsta eftir áramót og 11. í röðinni verður farinn laugardaginn 5. febrúar 2011. Síðan verður farið hvern laugardag fram á vor. Vikulegar upplýsingar birtast á Facebook undir hópnum Samgönguhjólreiðar.

Flokkur: Fréttir LHM

Málstofa "Myndum borg" 17.september

tumblr_l3rchndag61qcpohmo1_4001Hvernig myndi Reykjavík líta út ef fleiri hjóluðu? Eða tækju strætó? Samtök um Bíllausan lífsstíl endurgerðu þann 19. júní fræga myndaseríu frá borginni Münster í Þýskalandi þar sem í forgrunni standa 70 manns, en að baki þeim þrír mismunandi ferðamátar, þ.e. 60 bílar, 70 hjól og einn strætó.

Flokkur: Fréttir LHM

LHM fagnar fyrirhuguðum breytingum á Suðurgötu

100_8739wLandssamtök hjólreiðamanna fagna fyrirhuguðum breytingum á Suðurgötu og auknu vægi sem hjólreiðum er gefið sem ferðamáta með lagningu hjólareinar um götuna. Svona lausnir eru meðal stefnumála Landssamtakanna en um þau má lesa á vef LHM lhm.is/stefnumal.

Vel staðsettar hjólareinar eins og þarna í Suðurgötu geta hentað víða og hvetja almenning til aukinna hjólreiða.

Einnig lýsa samtökin yfir ánægju með tilraunaverkefnið með hjólarein upp Hverfisgötuna og hjólavísa niðureftir og bendum á þörfina fyrir hjólarein framhjá Hlemmi í framhaldinu.

Flokkur: Fréttir LHM

Myndir frá Akureyri + Bakslag í Skálafelli

Fjallabrun  í Hlíðarfjalli AkureyriÁ hjolandi.is eru komnar myndir frá Íslandsmeistaramótinu í fjallabruni 28. ágúst í Hlíðarfjalli Akureyri. En á síðu Skálafell Bike Park eru fréttir af bakslagi með lyftuna í Skálafelli:

Því miður höfum við orðið fyrir svolitlu bakslagi með lyftuna í Skálafelli. Eins og staðan er í dag hafa skíðasvæðin tekið þá ákvörðun að keyra stólalyftuna ekki lengur fyrir reiðhjól.

Ástæðan er sú að hraðastilli vantar á lyftubúnaðinn. Til þess að hægt er að hengja hjólin á stólana hefur þurft að stoppa búnaðinn í hvert skipti. Það hefur verið metið þannig að þessháttar keyrsla muni skemma mótorinn.

Flokkur: Fréttir LHM

Berbakt um bæinn - myndband

img_7992_10205591Hjóla Hrönn hjólaði um bæinn með bert bak á Menningarnótt ásamt nokkrum tugum annara. Hún skar sig úr í flottu öryggisvesti sem hún saumaði sjálf. Hún er líka með skemmtilegt blog þar sem hún birtir myndir sínar og myndbönd.

 

Flokkur: Fréttir LHM

Berbakt um bæinn - myndir

img_35091Á Menningarnótt stóðu Bryndís Þórisdóttir og Morten Lange fyrir fjörugri hjólalest frá Klambratúni niður að miðborginni undir yfirskriftinni Berbakt um bæinn.

World Naked Bike Ride hreyfingin stendur fyrir fáklæddum hjólalestum víða um heiminn og þangað má rekja innblásturinn að þessum viðburð þó eitthvað sé nektin minni. Sumir klæddu sig í anda Cycle Chic og komu klæddir flottum fötum, litasamhæfð með hönskum og öllu. Ein hafði sérsaumað grænt öryggisvesti með endurskyni.

Flokkur: Fréttir LHM

Hjólatengdir viðburðir á Menningarnótt :

img_19651Kl. 08 - 14 ?   

Fjallahjólaklúbburinn aðstoðar við marþonið.  Hjólað á undan til að hlaupamenn rati rétta leið og tryggt sé að leiðin sé greið.  Hjólað á eftir síðasta mann til að passa að allir skila sér ofl.

Flokkur: Fréttir LHM

Sérmerktar hjólaleiðir eftir Hverfisgötu

img_28482Í dag verða opnaðar sérmerktar hjólaleiðir eftir Hverfisgötu. Sunnanmegin er búið að merkja fagurgræna hjólarein þar sem áður voru bílastæði. Einnig hafa verið útbúnir rampar þar sem leiðin liggur sumsstaðar yfir útskot í gangstéttinni. Hjólareinin er ekki óslitin alla leið enda er hér eingöngu um tilraunaverkefni að ræða. Norðanmegin hafa verið málaðir hjólavísar til að minna ökumenn á að þeir deila götunni með hjólandi umferð og að bæði ökutækin eiga jafnan rétt á götunum.