Flokkur: Fréttir LHM

Hjólaferðir frá Hlemmi á laugardögum í vetur 2012

Í vetur verður haldið áfram með hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.

Flokkur: Fréttir LHM

Aðalfundur Landssamtaka hjólreiðamanna 2012

lhmmerkitext1Aðalfundur LHM verður haldinn miðvikudaginn 21. mars næstkomandi kl. 20:00 í sal A í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6 í Laugardal. Hægt er að láta vita af komu á aðalfund á viðburði á svæði LHM á Fésbókinni.

Kjörgengi og atkvæðarétt hafa allir félagsmenn þeirra félaga sem aðild eiga að LHM. Íslenski fjallahjólaklúbburinn og Hjólreiðafélag Reykjavíkur eru nú aðildarfélög að LHM.

Flokkur: Fréttir LHM

Opin fundur um hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu

AsarLaugardaginn 4. febrúar 2012 mun LHM halda opin fund um tillögur samtakanna um hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu.

Fundurinn verður haldin kl. 14-16 í sal E á 3. hæð í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6 í Laugardal. Allir þeir sem áhuga hafa á málefninu eru velkomnir.

 

Flokkur: Fréttir LHM

Opinn stjórnarfundur hjá LHM

lhmmerkitext1Fundur er boðaður í stjórn LHM.

Hann er haldinn í A sal í húsnæði ÍSÍ Engjavegi 6 í Reykjavík, kl. 16:00 miðvikudaginn 18. janúar.

Fundurinn verður opin öllum. Þeir sem vilja starfa með LHM eru boðnir sérstaklega velkomnir.

Flokkur: Fréttir LHM

Laugardagsferðir vorið 2012

HvolsvollurNú eftir áramót verður haldið áfram með hjólreiðaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og félagið Hjólafærni. Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.