
Tollar felldir niður af reiðhjólum
Þann 1. mars síðast liðinn var felldur niður 10% tollur á reiðhjólum[1] frá löndum utan ESB. Þar með var í höfn baráttumál Landssamtakanna að tollar á reiðhjólum séu sambærilegir við tolla og vörugjöld á mengunarminni bílum. LHM hefur í umsögnum[2,3,4] um hin ýmsu mál hvatt ríkisstjórn og Alþingi til að létta þessum tollum af reiðhjólum enda skjóti það skökku við að hafa 10% toll á reiðhjólum en engan toll eða vörugjöld á mengunarminni bílum sem alltaf menga meira en reiðhjól.