Flokkur: Fréttir LHM

Stutt um Hjólafærni

Hjólafærni – hvað er nú það?  Hjólafærni er skilgreind sem hugmyndafræði, þjálfun og umferðarfræðsla fyrir alla sem stýra reiðhjólum, allt frá 7 ára aldri og uppúr.

Flokkur: Fréttir LHM

Hjólreiðabraut milli Reykjavíkur og Hveragerðis

Nú er mikilvægt að sem flest hjólreiðafólk sjái sér fært að mæta í klúbbús Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2 n.k. fimmtudag 13. ágúst, kl. 20:00

Kynntar verða hugmyndir um fyrirhugaða hjólreiðabraut milli Reykjavikur og Hveragerðis í máli og myndum.Að ýmsu ber að hyggja og er mikilvægt að stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna fái skýr skilaboð um hvað sé vilji hjólreiðafólks í þessum efnum. Verður farið yfir alla framkvæmdinar allt frá grófleika slitlags yfir í leiðarval. Á vef Línuhönnunar má lesa um tvöföldun Suðurlandsvegar .

Allir eru velkomnir. Hafið með ykkur gesti. Heitt verður á könnuni.

Kær kveðja, Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna

Flokkur: Fréttir LHM

Reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð

Landssamtök hjólreiðamanna og Íslenski fjallahjólaklúbburinn gerðu athugasemd við reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð. Sjá nánar.   Hjólreiðafólki er nú heimilt að hjóla á göngu- og reiðstígum en það getur verið geðþóttaákvörðun landvarða að banna hjólreiðar.  

Flokkur: Fréttir LHM

Ályktun LHM um Miklubraut og framkvæmdir

Stjórnarfundur Landssamtaka hjólreiðamanna, haldinn 3. júlí 2008 ályktaði : Mikilvægt er að leggja greiðar og fullgildar hjólreiðabrautir meðfram stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu, aðgreindar frá gangstéttum og akbrautum.