Hjólreiðabraut milli Reykjavíkur og Hveragerðis

Nú er mikilvægt að sem flest hjólreiðafólk sjái sér fært að mæta í klúbbús Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2 n.k. fimmtudag 13. ágúst, kl. 20:00

Kynntar verða hugmyndir um fyrirhugaða hjólreiðabraut milli Reykjavikur og Hveragerðis í máli og myndum.Að ýmsu ber að hyggja og er mikilvægt að stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna fái skýr skilaboð um hvað sé vilji hjólreiðafólks í þessum efnum. Verður farið yfir alla framkvæmdinar allt frá grófleika slitlags yfir í leiðarval. Á vef Línuhönnunar má lesa um tvöföldun Suðurlandsvegar .

Allir eru velkomnir. Hafið með ykkur gesti. Heitt verður á könnuni.

Kær kveðja, Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl