Hér fylgir tilkynningin í heild, sem var send fjölmiðlum föstudagurinn 4.júli :
Stjórnarfundur Landssamtaka hjólreiðamanna, haldinn 3. júlí 2008 ályktar:
Mikilvægt er að leggja greiðar og fullgildar hjólreiðabrautir meðfram stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu, aðgreindar frá gangstéttum og akbrautum.
Landssamtök hjólreiðamanna harma að ekki skuli vera gert ráð fyrir hjólreiðabraut með aðgreindum stefnum í tengslum við lagningu forgangsakreinar á Miklubraut, sem nú er í vinnslu. Sú hljóðmön sem mokað hefur verið upp samfara þessari framkvæmd mun klárlega þrengja að þeim gangstíg sem fyrir er.
Samtökin hvetja Reykjavíkurborg og Vegagerðina til að bregðast skjótt við og leggja fullgilda aðgreinda hjólreiðabraut meðfram Miklubraut. Ef jafnræði á að ríkja milli samgöngumáta er mikilvægt að framvegis verði hugað að slíku við lagningu akbrauta.
Morgunblaðið Laugardaginn 5. júlí, 2008 - Innlendar fréttir
Ekki hugað að hjólandi
LANDSSAMTÖK hjólreiðamanna harma að ekki skuli vera gert ráð fyrir hjólreiðabraut með aðgreindum stefnum í tengslum við lagningu forgangsakreinar á Miklubraut, sem nú er í vinnslu.
LANDSSAMTÖK hjólreiðamanna harma að ekki skuli vera gert ráð fyrir hjólreiðabraut með aðgreindum stefnum í tengslum við lagningu forgangsakreinar á Miklubraut, sem nú er í vinnslu. „Sú hljóðmön sem mokað hefur verið upp samfara þessari framkvæmd mun klárlega þrengja að þeim gangstíg sem fyrir er,“ segir í ályktun stjórnar samtakanna.
Samtökin hvetja Reykjavíkurborg og Vegagerðina til að bregðast skjótt við og leggja fullgilda aðgreinda hjólreiðabraut meðfram Miklubraut. „Ef jafnræði á að ríkja milli samgöngumáta er mikilvægt að framvegis verði hugað að slíku við lagningu akbrauta.“