Flokkur: Fréttir LHM

Hjólað í vinnuna hefst miðvikudaginn 6. maí

brochure_icon_sm.jpgFrá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt ýmsum samstarfsaðilum s.s. Landssamtökum hjólreiðamanna staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarátakinu “Hjólað í vinnuna”. Megin markmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Starfsmenn vinnustaða hér á landi hafa tekið vel við sér því þátttakan hefur margfaldast þau sex ár sem verkefnið hefur farið fram (hér í töflunni fyrir neðan má sjá samanburð á milli ára). Í upphafi stóð átakið yfir í eina viku, næstu þrjú ár í tvær vikur og á síðast ári var það í þrjár vikur. Hjólað í vinnuna mun fara fram dagana 6. – 26. maí 2009.  Vefur Hjólað í vinnuna

Flokkur: Fréttir LHM

Málþing um lýðheilsu og skipulag

Dagana 27. mars - 29. mars stendur Arkitektafélag Íslands fyrir málþingi um lýðheilsu og skipulag í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Ekki færri en 22 erindi verða, en auk þess verða pallborðsumræður með 3 til 5 frummælendum í senn. Vert er að nefna að stjórnarmaður í Samtökum um bíllausan lífsstil,  Ásbjörn Ólafsson, ( verkfræðingur hjá Vegagerðinni)  heldur erindi um samtökin um kl. 17:50 á föstudaginn 17.mars. Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna (og eining verkfræðingur) heldur erindi um kl. 14:55 , sunnudaginn 29. mars sem nefnist "Hjólreiðar raunhæfasta lausnin (5 fyrir 1)"

Flokkur: Fréttir LHM

Ályktun Umferðarráðs 19. febrúar sl.

Samgönguráðherra, Kristján L. Möller hefur skipað nýtt Umferðarráð sem kom saman til síns fyrsta fundar 19. febrúar sl.

Umferðarráð sendir frá sér eftirfarandi ályktun:

Nú þegar hafa þrír einstaklingar látist það sem af er þessu ári í umferðarslysum. Það er óásættanlegt. Þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferð hafi verið með lægsta móti á síðasta ári er full ástæða til að halda vöku sinni og slá hvergi af í baráttunni gegn umferðarslysum. Markmið okkar er að enginn látist í umferðarslysum og alvarlegum slysum í umferð fækki til muna. Bent er á í þessu sambandi að ekkert banaslys varð á sjó á síðasta ári hér við land, sem er afrakstur áralangrar baráttu fyrir öryggi sjómanna. Sama þróun hefur átt sér stað í flugi, en enginn hefur látið lífið í íslenskt skráðu loftfari á síðastliðnum átta árum. Það gefur okkur von um að slíkum árangri sé hægt að ná í umferðinni. Umferðarráð hvetur eindregið til þess að landsmenn allir og stjórnvöld stuðli að því að slík framtíðarsýn sé möguleg.

Flokkur: Fréttir LHM

Fundað um málafærsluvinnuna og fl.

Af fundi LHMStjórn LHM og fleiri funduðu í dag. Katrín Jónsdóttir talar hér um lobbýisma eða málafærsluvinnu eins og hún kýs að kalla það á íslensku og starf í félagasamtökum eins og okkar. Ýmsar nýjar hugmyndir kviknuðu hjá okkur sem vonandi nýstast okkur í framhaldinu. Sjá meira um fundinn hér.

Flokkur: Fréttir LHM

Bíllaus lífstíll - samgöngustefnum fyrirtækja veitt viðurkenning

stofnfundurEinn mikilvægasti viðburður samgönguvikunnar sem nú stendur yfir er kannski stofnun samtakanna um bíllausan lífstíl sem voru stofnuð 17. september í Ráðhúsi Reykjavíkur og mættu yfir hundrað manns á stofnfundinn. Við sama tækifæri veittu þau þremur aðilum viðurkenningar fyrir að setja sér samgöngustefnu og bjóða starfsfólki sínu hvata til að nota aðra samgöngukosti en einkabílinn.

Flokkur: Fréttir LHM

Stutt um Hjólafærni

Hjólafærni – hvað er nú það?  Hjólafærni er skilgreind sem hugmyndafræði, þjálfun og umferðarfræðsla fyrir alla sem stýra reiðhjólum, allt frá 7 ára aldri og uppúr.