Umferðarráð samþykkti eftirfarandi ályktun um hjólreiðar og gagnkvæma tillitssemi 14.maí
Umferðarráð vill minna á sívaxandi hóp fólks sem notar reiðhjól sem samgöngutæki og hjólar eftir götum eins og lög segja til um. Nú eru yfir 7000 þáttakendur í keppninni "Hjólað í vinnuna". Ökumenn bifreiða eru hvattir til að virða rétt þeirra og sýna tillitssemi. Reiðhjól eru ökutæki í umferðinni sem fara oftast hægar en bifreiðar. Ökumenn bifreiða þurfa að gefa reiðhjólafólki nægjanlegt rými þegar þeir taka framúr. Þar sem aðstæður á götum eru þröngar eiga bílstjórar að bíða með framúrakstur þar til það er öruggt. Hjólreiðamönnum ber að sýna annarri umferð fulla tillitssemi og hleypa hraðskreiðari umferð framúr, þegar það er óhætt. Ennfremur að virða forgangsrétt gangandi vegfarenda á gangstéttum og á blönduðum útivistarstígum.
Í Fréttablaðinu í dag 7. maí 2009 var smá innslag frá Landsbjörg með tvem alröngum fullyrðingum. Þar héldu þau eftirfarandi fram:
Þetta kalla ég að ala á ótta og hræða frá hjólreiðum. Þarna er verið að vísa í 20 ára gamla rannsókn sem reynst hefur meingölluð eins og fjölmargir fræðimenn hafa bent á. Megingagnrýni á rannsóknina er að hún ber saman tvo hópa sem eru of ólíkir til að hægt sé að draga nokkrar áliktanir af niðurstöðum rannsóknarinnar. Marg oft hefur verið farið yfir þessa rannsókn og sýnt fram á aðferðafræðilega galla hennar. Hér er góð úttekt á markleysi niðurstaðna rannsóknarinnar og bent á að draga megi í efa hlutleysi höfunda hennar þar sem þeir eru miklir talsmenn hjálmaskyldu, rétt eins og Landsbjörg. Þar er bent á að ef sömu tölur eru bornar við stærri og marktækari hóp frá sama tíma er niðurstaðan sú að gagnsemi hjálmanna sé hverfandi. {jathumbnail off}"Sýna athuganir að hjálmur ver fyrir alvarlegum höfuðáverkum í 80 til 85 prósentum tilfella en alvarlegustu slysin verða þegar hjólað er í bílaumferð."
Frá árinu 2003 hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt ýmsum samstarfsaðilum s.s. Landssamtökum hjólreiðamanna staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum með heilsu- og hvatningarátakinu “Hjólað í vinnuna”. Megin markmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Starfsmenn vinnustaða hér á landi hafa tekið vel við sér því þátttakan hefur margfaldast þau sex ár sem verkefnið hefur farið fram (hér í töflunni fyrir neðan má sjá samanburð á milli ára). Í upphafi stóð átakið yfir í eina viku, næstu þrjú ár í tvær vikur og á síðast ári var það í þrjár vikur. Hjólað í vinnuna mun fara fram dagana 6. – 26. maí 2009. Vefur Hjólað í vinnuna
Dagana 27. mars - 29. mars stendur Arkitektafélag Íslands fyrir málþingi um lýðheilsu og skipulag í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Ekki færri en 22 erindi verða, en auk þess verða pallborðsumræður með 3 til 5 frummælendum í senn. Vert er að nefna að stjórnarmaður í Samtökum um bíllausan lífsstil, Ásbjörn Ólafsson, ( verkfræðingur hjá Vegagerðinni) heldur erindi um samtökin um kl. 17:50 á föstudaginn 17.mars. Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna (og eining verkfræðingur) heldur erindi um kl. 14:55 , sunnudaginn 29. mars sem nefnist "Hjólreiðar raunhæfasta lausnin (5 fyrir 1)"
Samgönguráðherra, Kristján L. Möller hefur skipað nýtt Umferðarráð sem kom saman til síns fyrsta fundar 19. febrúar sl.
Umferðarráð sendir frá sér eftirfarandi ályktun:
Nú þegar hafa þrír einstaklingar látist það sem af er þessu ári í umferðarslysum. Það er óásættanlegt. Þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferð hafi verið með lægsta móti á síðasta ári er full ástæða til að halda vöku sinni og slá hvergi af í baráttunni gegn umferðarslysum. Markmið okkar er að enginn látist í umferðarslysum og alvarlegum slysum í umferð fækki til muna. Bent er á í þessu sambandi að ekkert banaslys varð á sjó á síðasta ári hér við land, sem er afrakstur áralangrar baráttu fyrir öryggi sjómanna. Sama þróun hefur átt sér stað í flugi, en enginn hefur látið lífið í íslenskt skráðu loftfari á síðastliðnum átta árum. Það gefur okkur von um að slíkum árangri sé hægt að ná í umferðinni. Umferðarráð hvetur eindregið til þess að landsmenn allir og stjórnvöld stuðli að því að slík framtíðarsýn sé möguleg.
Þessi stjórnar- og nefndarfundur þróaðist og ákveðið var að bjóða aðra sem hafa sérstaklegan áhuga velkomna á þennan fund.
Einn mikilvægasti viðburður samgönguvikunnar sem nú stendur yfir er kannski stofnun samtakanna um bíllausan lífstíl sem voru stofnuð 17. september í Ráðhúsi Reykjavíkur og mættu yfir hundrað manns á stofnfundinn. Við sama tækifæri veittu þau þremur aðilum viðurkenningar fyrir að setja sér samgöngustefnu og bjóða starfsfólki sínu hvata til að nota aðra samgöngukosti en einkabílinn.
Hjólafærni – hvað er nú það? Hjólafærni er skilgreind sem hugmyndafræði, þjálfun og umferðarfræðsla fyrir alla sem stýra reiðhjólum, allt frá 7 ára aldri og uppúr.
Page 11 of 12