Málþing um lýðheilsu og skipulag

Dagana 27. mars - 29. mars stendur Arkitektafélag Íslands fyrir málþingi um lýðheilsu og skipulag í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Ekki færri en 22 erindi verða, en auk þess verða pallborðsumræður með 3 til 5 frummælendum í senn. Vert er að nefna að stjórnarmaður í Samtökum um bíllausan lífsstil,  Ásbjörn Ólafsson, ( verkfræðingur hjá Vegagerðinni)  heldur erindi um samtökin um kl. 17:50 á föstudaginn 17.mars. Morten Lange, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna (og eining verkfræðingur) heldur erindi um kl. 14:55 , sunnudaginn 29. mars sem nefnist "Hjólreiðar raunhæfasta lausnin (5 fyrir 1)"


Málþingið er haldið  í Ráðhúsi Reykjavíkur og fer fram á eftirfarandi tímum  :
27. mars  17:00-19:00
28. mars  11:00-14:30
29. mars  13:00-17:00

Dagsskráin í heild má sjá á vef arkitektafélagsins :   www.ai.is/a-dofinni/frettir/nr/399

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl