Á sunnudaginn 8. ágúst verður opnað í Skálafelli fyrsta Bike-Park á Íslandi fyrir fjallahjólreiðar.
Lögð verður alls 3 km löng braut með um 350 m fallhæð. Hægt verður að nota stólalyftuna til að komast upp á fjallstopp og hjóla niður. Á neðri hluta svæðisins verða Dirt-Jump og BMX stökkpallar.
Formleg opnun verður þann 8. ágúst með keppni í BMX og Fjallabruni en nánari dagskrá verður auglýst síðar. Til stendur að hafa svæðið opið um helgar fram á haust á meðan veður leyfir.
Hún Sirrý sem hefur jákvæðnina að leiðarljósi í þáttum sínum á sunnudagsmorgnum fékk Dr. BÆK í heimasókn til sín í þáttinn 25. júlí 2010. Þar komu og sátu fyrir svörum í símatíma Sesselja Traustadóttir, verkefnastýra Hjólafærni á Íslandi og Fjölnir Björgvinsson, formaður Íslenska fjallahjólaklúbbsins .
Heimsókn frá Dr. BÆK er hægt að panta hjá Sesselju á vefnum hjólafærni.is. Myndin birtist í Morgunblaðinu þegar dr. BÆK mætti við Norræna húsið í tilefni af degi umhverfisins en á henni er Árni Davíðsson formaður LHM með Sesselju.
Á laugardaginn 19. júní frá kl. 13 er tækifæri til að taka þátt í skemmtilegan gjörning á Melhaga í vesturbæ Reykjavíkur og endurgerð á frægri mynd. Myndin sýnir hversu mikið pláss við notum í umferðinni á reiðhjóli, í strætó eða á bíl. Hjólreiðamenn geta sennilega mætt aðeins seinna. Skráið ykkur til þátttöku, og fylgist með á myndumborg.tumblr.com eða á Facebook (sjá neðar).
{jathumbnail off}
Á ársþingi LHM 25. febrúar gafst mönnum kostur á að skrá sig til starfa í starfsnefndir, sem eiga að vinna að afmörkuðum verkefnum. Aðsókn var misjöfn en nægur þáttakendafjöldi var í nokkrum nefndum og hafa þær nú verið settar af stað. Starfsnefndirnar eiga að starfa sjálfstætt og hafa frumkvæði að sínum verkefnum. Þær þurfa að standa skil á næsta aðalfundi samtakanna.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa í starfsnefnd geta haft samband við Árna formann LHM í
Starfsnefndirnar eru eftirfarandi:
Á vef Hjólað í vinnuna má sjá nokkur myndbönd frá því þegar Hjólaði í vinnuna 2010 var hjólað af stað. Þar má sjá myndbönd af ávörpum sem flutt voru við opnunina meðal léttara efnis.
Nýr liður hjá okkur eru skemmtilegar hjólaleiðir þar sem taldar eru upp ýmsar skemmtilegar hjólaleiðir á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þau sem hafa séð bæklinginn Hjólreiðar - frábær ferðamáti kannast við sumar af leiðunum en hér eru þær fleiri og stefnt að því að bæta við þær.
Í ár er dagurinn tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni, á ári líffræðilegrar fjölbreyttni.
Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Hann var einna fyrstur til að hvetja til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.
Ársþing LHM var haldið fimmtudaginn 25. febrúar í húsnæði Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2. Dagskrá var hefðbundinn samkvæmt lögum félagsins.
Opinn fundur um hjólreiðamál
Þriðjudaginn 30. mars 2010 kl. 20:00
í Sal E, 3. hæð í húsi 4 hjá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands, Engjavegi 6 {jathumbnail off}
Page 9 of 12