Hafnarfjarðarbær kynnir annað kvöld skýrslu starfshóps um hjólreiðamál í bænum. Skýrslan er merkilega hreinskilin og segir hreint út: „ekki er til neitt heildstætt hjólasamgöngukerfi í bænum“. Og framtíðarsýnin er skýr: „Að Hafnarfjörður verði hjólabær“.
Karl Sigurðsson, formaður umhverfis- og samgönguráðs fór fyrir fríðum flokki hjólreiðafólks frá Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hjólað var um borgina á staði þar sem gerðar hafa verið endurbætur til hagsbóta fyrir hjólreiðar í Eskihlíð, Hamrahlið og Skipholti, en á þessar götur hafa hjólavísar verið málaðir á götuna. Hjólatúrnum lauk í Laugardal þar sem nýr göngu- og hjólastígur var formlega opnaður.
Eins og margir vita er hægt að safna peningum fyrir félög að eigin vali þegar maður tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoni. Í ár verður hægt að safna peningum fyrir LHM, þótt við komum seint inn.
Á fyrsta degi Evrópsku Samgönguvikunnar 2011, 16. September munu Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna standa fyrir hjólaráðstefnu í Reykjavík. Aðalþema ráðstefnunnar er efling hjólreiða og hvernig vinna má að hjólaframkvæmdum fyrir lítið fé.
Þing Evrópusambandsins hefur tekið tillit til sjónamiða hjólreiðafólk í umferðaröryggismálum. Við höfum áður fjallað um tillögur ECF í þeim málum og samkvæmt þessari frétt ECF gæti farið svo að hámarks umferðarhraði í þéttbýli verði 30 km/klst í öllum íbúðahverfum og þar sem aðeins er ein akrein en engin hjólarein eða -braut.
Það er mikið öryggisatriði að hægja á umferðarhraða því eins og sést á grafinu stóraukast líkur á dauðsföllum þeirra sem verða fyrir bifreið þegar hraðinn fer yfir 30 km/klst.
Leitað er að fólki til að taka þátt í rannsókn um hjólreiðaumhverfi sem Harpa Stefánsdóttir arkitekt er að gera. Fyrirkomulag er útskýrt i þessu bréfi.
Tilkynna þarf þáttöku fyrir 12. maí. Í boði er skemmtileg hjólreiðaferð og léttar veitingar i lokin.
Um þessar mundir stendur yfir stór alþjóðleg ráðstefna um hjólreiðar í Sevilla á suður-Spáni. Í gær talaði Gro Harlem Brundtland, sem er meðal annars fyrrverandi forstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunni, WHO. Á ráðstefnunni eru mættir tæknivæddir, áhugasamir og orðheppnir menn sem segja frá ráðstefnunni á samskiptrasíðunni twitter. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi. Það má líka fara inn á twitter og skoða, án þess að skrá sér sem notanda, og skoða til dæmis skilaboðin sem hafa verið merkt #velocity2011 : http://twitter.com/#search?q=%23velocity2011
Aðalfundur LHM verður haldinn fimmtudaginn 31. mars næstkomandi kl. 18:00 í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Húsið opnar kl. 17:30
Landssamtök hjólreiðamanna vilja benda jólasveininum á að skynsamlegt er að gefa ljós á reiðhjól og endurskin í skóinn til ungra hjólreiðamanna.
Ljós eru sömuleiðis góð jólagjöf handa öllum hjólreiðamönnum.
Ljós er nauðsynlegur skyldubúnaður(1) á reiðhjólum og þau eru mikilvæg til að hjólreiðamaðurinn sé sýnilegur í myrkri. Þau gera honum líka kleift að sjá gangandi vegfarendur með endurskin á stígum. Ljósið á að vera hvítt eða gult að framan og rautt að aftan. Ljós gefa mismikla lýsingu og eru á mismunandi verði og hægt er að fá ljós sem ekki nota rafhlöður og þurfa lítið viðhald.
Til að svara fyrirspurn ECF um reiðhjólaeign landsmanna var leitað til Hagstofu Íslands. Þar á bæ voru ekki til upplýsingar um reiðhjóleign þótt að spurt sé um ýmislegt annað í neyslukönnun Hagstofunnar. Hinsvegar eru til nákvæmar upplýsingar um innflutning reiðhjóla og það eru þær upplýsingar sem verða raktar hér.
Page 7 of 12