Nýr hjólastígur í Laugardal

rvk-hjolavisarjhj_037wKarl Sigurðsson, formaður umhverfis-  og samgönguráðs fór fyrir fríðum flokki hjólreiðafólks frá Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.  Hjólað var um borgina á staði þar sem gerðar hafa verið endurbætur til hagsbóta fyrir hjólreiðar í Eskihlíð, Hamrahlið og Skipholti, en á þessar götur hafa hjólavísar verið málaðir á götuna.  Hjólatúrnum lauk í Laugardal þar sem nýr göngu- og hjólastígur var formlega opnaður.

Hjólatúrinn er liður í Samgönguviku sem nú stendur yfir en um er að ræða evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.

Sjá nánar um samgönguviku á vef Reykjavíkurborgar

Nánari upplýsingar um framkvæmdina sjálfa má finna á upplýsingasíðum í Framkvæmdasjá:
um stíg í Laugardal
um hjólavísa í Hamrahlíð, Eskihlíð og Skipholti  

Uppruni og myndir með frétt: http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/7373_view-3990/tabid-3545/436_read-28187/


Í umræddum fríða flokki hjólreiðamanna var einn af ljósmyndurum LHM sem myndaði ferðina í bak og fyrir þar sem hjólað um um borgina í haustlitunum. Kíkið á ferðalagið.

 

rvk-hjolavisarjhj_044w

rvk-hjolavisarjhj_049w

rvk-hjolavisarjhj_052w

rvk-hjolavisarjhj_058w

rvk-hjolaleid-kort