Hjólavísar, nýjung á götum Reykjavíkur

hjólavísar Landssamtök hjólreiðamanna og Fjallahjólaklúbburinn hafa beitt sér fyrir því að hjólavísar yrðu málaðir á nokkrar götur til að auka þægindi og öryggi hjólreiðamanna í umferðinni og nú eru þeir komnir á Suðurgötu sunnan Hringbrautar og á Einarsnes. Við fögnum þeim ákaflega og vonum að þeim verði vel tekið.

En hvað eru hjólavísar?

Tilraunir með ýmsar útgáfur af hjólavísum byrjuðu fyrir um 10 árum og hafa síðan verið notaðir víða um heim s.s. San Francisco og fleiri borgir í Bandaríkjunum, París Frakklandi, Brisbane Ástralíu, Zurich Sviss og Buenos Aires Argentínu. Reykjavík er því í góðum félagsskap. 

hjólavísarHvaða gagn gera hjólavísar?

Sumarið 2003 var gerð rannsókn í San Francisco á gagnsemi hjólavísa og voru niðurstöðurnar afgerandi. Þar sem hjólavísar voru á götum hélt hjólafólk sig 20 sm lengra frá kyrrstæðum bifreiðum og var þannig í minni hættu á að lenda á bílhurð sem opnuð væri óvænt. Þegar bifreiðar fóru fram úr minnkaði þetta bil niður í 10 cm en bifreiðarnar sem fóru fram úr juku fjarlægð sína frá hjólreiðamanninum um yfir 60 sm. Ef enginn hjólreiðamaður var á ferð höfðu hjólavísarnir samt þau áhrif að umferðin fór um 30 sm lengra frá kyrrstæðum bifreiðum sem eykur öryggi þeirra sem fara í og úr þeim.

Hver voru markmiðin?

Í könnuninni sem vitnað er til voru nefnd fjögur markmið með hjólavísunum:

  • Að minna bílstjóra á að búast við umferð hjólandi á götunni.

  • Að minna bílstjóra á að hjólreiðamenn mega hjóla lengra til vinstri á akbrautum, jafnvel þó þeir teppi aðra umferð.

  • Að upplýsa hjólreiðamenn um hvar best er að staðsetja sig á götunni með hliðsjón af kantinum eða kyrrstæðum bifreiðum til að auka öryggi sitt.

  • Að fjölga hjólreiðamönnum því mörgum finnst betra að hjóla á sérmerktum götum.

En á að hjóla á götunum?

Já, það er ein af þversögnunum í öryggismálum hjólreiðafólks, öfugt við það sem margir halda þá er í raun öruggara að hjóla á götum borgarinnar en stígum með blandaðri umferð sem þverar götur við hver gatnamót. Rannsóknir á raunverulegum slysatölum víðsvegar um heiminn sýna nefnilega að þeir sem hjóla eftir stígum og þvera götur eru í margfalt meiri hættu en þeir sem deila akbrautunum með bílum og eru sýnileg þar. Meðfram hraðbrautum borgarinnar mælum við samt með stígunum þar sem þeir eru og höldum áfram að berjast fyrir þeim þar sem þá vantar.

Skoðið fleiri myndir hér og lesið um þversagnirnar í öryggismálum hjólreiðafólks hér .

{jathumbnail off}

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl