Hlaupum til góðs - fyrir hjólreiðar

man-yellow2Eins og margir vita er hægt að safna peningum fyrir félög að eigin vali þegar maður tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoni.  Í ár verður hægt að safna peningum fyrir LHM, þótt við komum seint inn.

 

Leiðbeiningar fyrir þá sem vilja styrkja og þá sem vilja safna áheitum eru fyrir neðan.

Landssamtök hjólreiðamanna, LHM, eru hagsmuna- og þekkingarsamtök þeirra sem nota reiðhjól. Með jákvæðum hætti viljum við efla hjólreiðar og þá sérstaklega til daglegra samgangna.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO bendir sveitarfélögum og ríkisvaldi á að daglegar hjólreiðar draga verulega úr tíðni hjarta- og kransæðasjúkdóma, brjóstakrabbameina, krabbameins í blöðruhálskirtli, sykursýki II og margra annarra sjúkdóma. Þeir sem byrja að hjóla lifa lengur og spara heilbrigðiskerfinu og samfélaginu stórar upphæðir, samkvæmt WHO. Þessa þekkingu vilja LHM breiða út, og sinna réttindabaráttu mjúkrar umferðar. Við viljum aðgengi fyrir alla, sérstaklega í þéttbýli. LHM beitir sér einnig fyrir aukinni samvinnu og virðingu milli vegfarenda. Sjá nánar á www.LHM.is

Til fólks sem vilja styrkja LHM:

* Farðu inn á

http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/6403992289

og veldu að "heita á" einhvern þeirra sem safna peningum fyrir samtökin. (Þeir fyrstu ættu að birtast seinast um hádegið á föstudag ). Hægt er að borga með SMS-i eða kreditkorti.

* Skráning á áheitum verður opin fram á mánudag, en það er enn skemmtilegra að fá áheitin áður en hlaupið er  :-)

Til hlaupara:

* Ætlar þú að taka þátt í maraþoninu á laugardag, 3, 10, 21 eða 42 km.?

* Átt þú eftir að skrá félaga sem þú vilt safna peningum fyrir í gegnum áheitum ?


Þá getur þú kosið að styðja Landssamtök hjólreiðamanna.   Hér er aðferðin

* Skráðu þér í hlaupinu, ef þú ert ekki búin að því. Netskráning lauk í gær. Skráningarhátið er í Laugardalshöllinni 10-19 á morgun, föstudaginn 19.ágúst.

* Skráðu söfnun áheita með því að fara á

http://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/taka-thatt

og velja  Landssamtök hjólreiðamanna af listanum.

* Það væri vel þegið ef þú sendir póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ( eða SMS í 8977450 með texta "safni" )


Stuttur kynningartexti um LHM og yfirlit áheitasöfnunar er hér:
http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/6403992289

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl