Safn frétta og greina úr ýmsum áttum sem tengjast hjólamenningu, hjólafólki og þeim útbúnaði sem það notar.

Flokkur: Efling

Veljum betri fararmáta til vinnu

University-of-Edinburgh-s-001Í febrúar verður þriggja vikna vinnustaðakeppni í Edinborg þar sem keppt verður um að megna sem minnst með því að velja betri fararmáta til vinnunnar. Fólk er ekki bara hvatt til að hjóla til vinnu heldur má líka ganga, nota almenningsvagna eða deila bílnum með öðrum.

Flokkur: Efling

Hjólavefsjá Google

google-bd1Google tilkynnti fyrr í vikunni nýja þjónustu fyrir hjólreiðafólk í Kanada. Þeir ætla að bæta hjólavefsjá við Google Maps þjónustuna, eða Bike Directions eins og þeir kalla þetta. Þjónustan nær um allt Kanada en með meiri nákvæmni í níu stórum borgum sem gáfu þeim aðgang að gögnum um stígakerfi sín. Þetta hljómar svipað og íslenska hjólavefsjáin sem nokkrir framtakssamir einstaklingar settu upp og Reykjavíkurborg miðlaði sínum gögnum um stíga til. Það kerfi má sjá á hjólavefsjá.is og byggir á opnum hugbúnaði og gögnum sem stöðugt er verið að bæta.

Flokkur: Efling

Fyrsta hjólabrautin í Kiev Ukraínu

Hjólabraut í KænugarðiNú er verið að setja upp fyrstu aðskildu hjólabrautina í Kiev, eða Kænugarði Úkraínu. Samkvæmt samtökum hjólreiðamanna í Kiev eru þarna um nokkuð vandaða hjólabraut, 2. km langa og alveg aðskilin umferð bifreiða og gangandi.

Þetta er fyrsti hluti í metnaðarfullri hjólreiðaáætlun um að byggja upp 162 km af hjólaleiðum en það eru um 10% af lengd gatnakerfis borgarinnar. Þetta er mikill viðsnúningur í borg þar sem hjólreiðar voru ekki álitnar alvöru samgöngur til 2008.

Flokkur: Efling

Bætt líf með betri samgöngumáta.

samgonguvika2010Yfirskrift evrópsku samgönguvikunnar 2010 sem er frá 16. til 22. september er ’Travel Smarter, Live Better’ mætti þýða "Bætt líf með betri samgöngumáta".

1044 borgir taka þátt þetta árið og þar á meðal Reykjavíkurborg. Dagskrá samgönguvikunnar hér er ekki komin enn en þangað til má lesa um markmið og tilgang vikunnar hér og hér er bæklingur um vikuna. Fyrir neðan er svo myndband frá sænska bænum sem fékk viðurkenningu á vikunni í fyrra.

Flokkur: Efling

Skemmtilegar hjólaleiðir í 5 evrópskum borgum

copenhagen-bikeÞað er ótrúlegt hversu mikið maður sér ef maður leigir sér reiðhjól í einn eða tvo daga. LHM hefur tekið saman nokkrar skemmtilegar leiðir en í Guardian má lesa lýsingar á skemmtilegum leiðum í fimm evrópskum borgum sem íslendingar heimsækja gjarnan.

Flokkur: Efling

Bíógestir á reiðhjóli fá afslátt

reidhjol og bioÍ Fredriksstad í Noregi hefur verið ákveðið að gera vel við gesti sem mæta á reiðhjóli, og þurfa þeir að borga sem nemur um 200 krónur minna en aðrir til að horfa á kvikmynd.

Subcategories

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast eflingu hjólreiða, hvataverkefnum og fl.

Fréttir og greinar um tæki, tól og annan útbúnað.

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast  hjólafólki og þess sem það tekur upp á.

Nokkrar hugmyndir að hjólaferðum

Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um land allt. Tilvalið er að fara inn á heimasíður sveitarfélaga, ferðafélaga eða reiðhjólaklúbba og afla sér upplýsinga en hér eru nokkrar hugmyndir.
Safn af skemmtilegum myndböndum