Í Kaupmannahöfn eru borgaryfirvöld með átak til að bæta hjólamenninguna þar. Það er á jákvæðu nótunum enda virkar slíkt mun betur en hræðsluáróður. 50 manna hópur fylgist með umferðinni og verðlaunar þá sem sýna fyrirmyndarhegðun með súkkulaðimola. Stundum þarf ekki meira.
Hjólreiðahátíðin Tour de Hvolsvöllur hefur verið endurvakin frá gömlum glæðum og verður haldin laugardaginn 9. júlí n.k. á Hvolsvelli.
„Mikil heilsuefling hefur verið á meðal landans að undanförnu og ekki síst hér á þessu svæði. Það er gaman að geta tekið þátt í því og tilvalið að efna til þessarar hátíðar hér, þar sem á árum áður voru haldin íslandsmeistaramót í hjólreiðum“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra.
Keðjuverkun stefnir á að opna hjólanýtinguna yfir sumarmánuðina á nýjum stað í hjarta borgarinnar. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er Keðjuverkun svokallað kollektív sem var stofnað í fyrrasumar.
Á áttunda áratugnum var Kaupmannahöfn jafn full af bílum og margar aðrar höfuðborgir en í dag er reiðhjólið helsti fararkosturinn. 37% þeirra sem hjóla til vinnu eða skóla í borginni velja reiðhjólið. Hvernig tókst borgaryfirvöldum að ná fram þessari breytingu? Hvernig ætla þau að ná hlutdeild reiðhjólsins upp í 50% og af hverju? Horfið á þennan fyrirlestur Andreas Røhl stjórnanda hjólreiðaáætlunar Kaupmannahafnar sem hann flutti á Velo-City Global 2010.
Hjólað í vinnuna verður formlega ræst kl. 8:30 miðvikudaginn 4. maí í Reykjavík og á Akureyri.
Í Reykjavík fer hátíðin fram í veitingatjaldinu í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum, og þangað mætir einvalalið af ráðherrum ásamt Landlækni og fleiri. Ekki er oft sem svona margir sjáist á einu bretti, á atburðum úti bæ. Er þáttaka þeirra viðurkenning á hversu jákvæðar hjólreiðar séu á mörgum sviðum samfélagsins. Á Akureyri fer opnunin fram á Glerártorgi og flýtur bæjarstjórinn ávarp.
Frítt er inn, en miðað við hámark nokkur manns úr hverju liði sem hefur skráð sér til leiks.
Í febrúar verður þriggja vikna vinnustaðakeppni í Edinborg þar sem keppt verður um að megna sem minnst með því að velja betri fararmáta til vinnunnar. Fólk er ekki bara hvatt til að hjóla til vinnu heldur má líka ganga, nota almenningsvagna eða deila bílnum með öðrum.
Google tilkynnti fyrr í vikunni nýja þjónustu fyrir hjólreiðafólk í Kanada. Þeir ætla að bæta hjólavefsjá við Google Maps þjónustuna, eða Bike Directions eins og þeir kalla þetta. Þjónustan nær um allt Kanada en með meiri nákvæmni í níu stórum borgum sem gáfu þeim aðgang að gögnum um stígakerfi sín. Þetta hljómar svipað og íslenska hjólavefsjáin sem nokkrir framtakssamir einstaklingar settu upp og Reykjavíkurborg miðlaði sínum gögnum um stíga til. Það kerfi má sjá á hjólavefsjá.is og byggir á opnum hugbúnaði og gögnum sem stöðugt er verið að bæta.
Nú er verið að setja upp fyrstu aðskildu hjólabrautina í Kiev, eða Kænugarði Úkraínu. Samkvæmt samtökum hjólreiðamanna í Kiev eru þarna um nokkuð vandaða hjólabraut, 2. km langa og alveg aðskilin umferð bifreiða og gangandi.
Þetta er fyrsti hluti í metnaðarfullri hjólreiðaáætlun um að byggja upp 162 km af hjólaleiðum en það eru um 10% af lengd gatnakerfis borgarinnar. Þetta er mikill viðsnúningur í borg þar sem hjólreiðar voru ekki álitnar alvöru samgöngur til 2008.
Page 4 of 29