Virkjum orku krakkanna

Hér er stutt skemmtilegt myndband af ferðalagi Luke litla úr leikskólanum sínum í Belgíu og heim. Það sést vel hversu vel hann skemmtir sér á leiðinni.
Bike Fixtation framleiða þessa hjóla-viðgerða-sjálfsala. Sjálfsalinn geymir algenga varahluti, hjólinu er komið fyrir í standinum sem inniheldur helstu verkfæri og svo er auðvelt að stilla þýstinginn í dekkjunum með rafmagnspumpunni.
Gæti ekki verið gott að hafa aðgang að svona græjum t.d. á Hlemm og slíkum stöðum?
Hér sjást fimm hnakkar sem hjálpa karlmönnum að viðhalda karlmennskunni. Vert er að minnast á að þessi meinti vandi er stórlega ýktur, nema e.t.v. meðal keppnismanna sem sitja á reiðhjólinu framlútir klukkustundum saman dag eftir dag og ansa ekki skilaboðum frá likamanum. Þetta kemur líka fram í skilaboðunum fyrir neðan greininni. Hjá flerstum auka hjólreiðar blóðflæðið og efla frekar en minnka kyngetuna.
Blikksmiðja Gylfa Formvélar ehf. býður upp á hjólavagna og því þarf ekki lengur að nota bílinn til að skutlast með börnin.
“Rugged cycle” er ný tegund hjóla sem eru hönnuð fyrir jarðolíuiðnaðinn og er hugmynd Vince nokkurs Denais fyrrum svæðisstjóra í Texas. Verksmiðjustarfsmenn notuðu hjól til ferðast hratt á milli en oft var sprungið á dekkjum og hjólin ryðguð. Þau voru gagnslaus eða óörugg að hans mati. Hann í samstarfi við NASA verkfræðinginn föður sinn og bróður sinn með þekkingu á málmvinnslu hönnuðu hjólið og hófst framleiðsla árið 2007 og er það framleitt í tólf manna fjölskyldufyrirtæki í Corpus Christi.
Frá Árhúsum í Danmörk berast fréttir af því að nú eigi að setja leiðarljós á enn einn hjólastíginn enda hafi þetta reynst vel. Danska fyrirtækið Geveko ITS framleiðir ljósin sem eru örþunn en sterkbyggð enda eiga þau að þola umferð snjóplóga á veturna. Þau hlaða sig í sólarljósi og lýsa í myrkri. Það veitti ekki af því að hafa svona leiðarlýsingu á nokkrum illa lýstum stígum á Íslandi.
Vinsældir rafmagnsreiðhjóla fer sívaxandi og mörg slik eru komin á götur og stíga á Íslandi.