Safn frétta og greina úr ýmsum áttum sem tengjast hjólamenningu, hjólafólki og þeim útbúnaði sem það notar.

Flokkur: Útbúnaður

Virkjum orku krakkanna

De-Cafe-Racer-Kids-Pedal-Bus-1-537x3021Hollendingar eru duglegir að nýta reiðhjól til að komast á milli staða en stundum þarf að fara með heilan hóp af krökkum milli skóla og frístundaheimilis og hvað er þá til ráða. Í Hollandi eru nú 25 skólahjólarútur notaðar í einmitt þessum tilgangi. Átta krakkar á aldrinum 4-12 ára drífa farartækið áfram ásamt fullorðnum rútustjóra og pláss er fyrir þrjá farþega til viðbótar.
Flokkur: Útbúnaður

Lúkas leiðist ekki að hjóla

234560102_640Hér er stutt skemmtilegt myndband af ferðalagi Luke litla úr leikskólanum sínum í Belgíu og heim. Það sést vel hversu vel hann skemmtir sér á leiðinni.

Flokkur: Útbúnaður

Sjálfsali fyrir hjólaviðgerðir

kiosk_only_whiteBike Fixtation framleiða þessa hjóla-viðgerða-sjálfsala. Sjálfsalinn geymir algenga varahluti, hjólinu er komið fyrir í standinum sem inniheldur helstu verkfæri og svo er auðvelt að stilla þýstinginn í dekkjunum með rafmagnspumpunni.

Gæti ekki verið gott að hafa aðgang að svona græjum t.d. á Hlemm og slíkum stöðum?

Flokkur: Útbúnaður

Hnakkar sem hlífa körlum

1adamoHér sjást fimm hnakkar sem hjálpa karlmönnum að viðhalda karlmennskunni. Vert er að minnast á að þessi meinti vandi er stórlega ýktur, nema e.t.v. meðal keppnismanna sem sitja á reiðhjólinu framlútir klukkustundum saman dag eftir dag og ansa ekki skilaboðum frá likamanum.  Þetta kemur líka fram í skilaboðunum fyrir neðan greininni. Hjá flerstum auka hjólreiðar blóðflæðið og efla frekar en minnka kyngetuna.

Flokkur: Útbúnaður

Fyrsta loftlausa, keðjulausa verksmiðjuhjólið.

rugged-img02“Rugged cycle” er ný tegund hjóla sem eru hönnuð fyrir jarðolíuiðnaðinn og er hugmynd Vince nokkurs Denais fyrrum svæðisstjóra í Texas. Verksmiðjustarfsmenn notuðu hjól til ferðast hratt á milli en oft var sprungið á dekkjum og hjólin ryðguð. Þau voru gagnslaus eða óörugg að hans mati. Hann í samstarfi við NASA verkfræðinginn föður sinn og bróður sinn með þekkingu á málmvinnslu hönnuðu hjólið og hófst framleiðsla árið 2007 og er það framleitt í tólf manna fjölskyldufyrirtæki í Corpus Christi.

Flokkur: Útbúnaður

LED ljósin vísa leiðina

806435_750_496_0_0_0_0Frá Árhúsum í Danmörk berast fréttir af því að nú eigi að setja leiðarljós á enn einn hjólastíginn enda hafi þetta reynst vel. Danska fyrirtækið Geveko ITS framleiðir ljósin sem eru örþunn en sterkbyggð enda eiga þau að þola umferð snjóplóga á veturna. Þau hlaða sig í sólarljósi og lýsa í myrkri. Það veitti ekki af því að hafa svona leiðarlýsingu á nokkrum illa lýstum stígum á Íslandi.

 

Subcategories

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast eflingu hjólreiða, hvataverkefnum og fl.

Fréttir og greinar um tæki, tól og annan útbúnað.

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast  hjólafólki og þess sem það tekur upp á.

Nokkrar hugmyndir að hjólaferðum

Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um land allt. Tilvalið er að fara inn á heimasíður sveitarfélaga, ferðafélaga eða reiðhjólaklúbba og afla sér upplýsinga en hér eru nokkrar hugmyndir.
Safn af skemmtilegum myndböndum