Safn frétta og greina úr ýmsum áttum sem tengjast hjólamenningu, hjólafólki og þeim útbúnaði sem það notar.

Flokkur: Efling

Borgað vel fyri að hjóla - í Noregi

Væntalega verður ákveðið að starfsmenn Sandnesbæjar í Noregi fá 5 norskar krónur á kílómeter á reiðhjóli.  Ef ekið er á bíl fæst  3,5 krónur á kílómeter. (Gildir um vinnutengda ferða < 10 km)

Breytingin sem gerir það að starfmenn bæjarins fá 1,50 norkar meira á kílómter á hjóli en  á bíl,  verður tekin fyrir 24.júni næstkomandi.

Reyndar munu reglurnar ekki gilda um ferðir úr og í vinnu, og miðað er við vegalengdir styttri en 10 km.

Leikið á reiðhjól
Flokkur: Útbúnaður

Bjuggu til hljóðfæri úr reiðhjóli

Í frétt á vef Mbl.is og vef Reykjavíkurborgar  er sagt frá því að nemendur í Fossvogsskóla hafi búið til hjóðfæri úr reiðhjóli í Biophiliu menntaverkefninu en uppskeruhátíð verkefnisins stendur nú yfir í Ráðhúsinu fram yfir næstu helgi (4.-5. júní).

Flokkur: Útbúnaður

Påhoj, bæði barnastóll og barnakerra.

Påhoj er skemmtileg nýjung sem gæti auðveldað foreldrum lífið því hann í senn bæði barnastóll og barnakerra. Með honum er hægt að hjóla á áfangastað, kippa barnastólnum af hjólinu og halda ferðinni áfram gangandi með barnið í barnakerru.

Flokkur: Útbúnaður

Öflugasta hjólaljós í heimi

Í umferðinni þarf að haga sér eftir aðstæðum og yfir vetrarmánuðina þarf góð ljóst á hjólinu til að sjást vel í myrkrinu. Ef hjólað er út fyrir upplýst borgarumhverfið þarf enn öflugri ljós til að lýsa leiðina en allt er best í hófi og það þarf að passa að valda ekki öðrum glígju eða blinda þá.

Ástralinn Dr. Peter Terren býr nokkuð afskekkt, hjólar í vinnuna og notar 5W LED hjólaljós til að lýsa leiðina. En honum fannst það eitthvað ekki nógu sterkt einn daginn og ákvað að útbúa eitthvað öflugra og endaði með öflugasta hjólaljós í heimi. Það er svo öflugt að sést með berum augum utan út geimnum.

Subcategories

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast eflingu hjólreiða, hvataverkefnum og fl.

Fréttir og greinar um tæki, tól og annan útbúnað.

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast  hjólafólki og þess sem það tekur upp á.

Nokkrar hugmyndir að hjólaferðum

Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um land allt. Tilvalið er að fara inn á heimasíður sveitarfélaga, ferðafélaga eða reiðhjólaklúbba og afla sér upplýsinga en hér eru nokkrar hugmyndir.
Safn af skemmtilegum myndböndum