Safn frétta og greina úr ýmsum áttum sem tengjast hjólamenningu, hjólafólki og þeim útbúnaði sem það notar.

Flokkur: Efling

Hjólalest frá Lækjartorgi kl15. 24.sept

mp-web-logo-enFRÊTTATILKYNNING :   Í dag 24 september í framhaldi af Evrópskri Samgönguviku er viðburðurinn Moving Planet ( Virkar samgöngur ) haldinn í  Reykjavík og í Sólheimum í Grímsnesi.  Heimsviðburðurinn Moving Planet státar af þúsundum viðburða í um 180 löndum. Reykjavík verður sennilega nyrsta borgin þar sem auglýstur atburður fer fram.  Hjólalest fer af stað frá Lækjartorgi laust eftir kl. 15. Með í för eru meðal annars hjólalög og 6 svartar blöðrur, 6 gular.

 

Flokkur: Efling

Hjólað í Fossvogsdal

hjolFV_midÞessa dagana er hólað á hverjum degi í frímínútum í Fossvogsskóla, en þar stendur yfir hjólavika. Nær allir nemendur og starfsmenn koma á reiðhjólum í skólann, og ef ekki - þá gangandi. Að tveimur vikum liðnum verður aftur hjólavika í skólanum.

Flokkur: Efling

Ég hjóla - ljósmyndasamkeppni rvk.is

eg_hjola_1Reykjavíkurborg stendur fyrir skemmtilegri ljósmyndakeppni í tilefni Samgönguviku - PG:


Samgönguvika hefst í dag og af því tilefni verður efnt til ljósmyndasamkeppni sem nefnist ,,Ég hjóla". Samkeppnin fer fram á Facebook og geta allir tekið þátt.
Flokkur: Efling

Hjólafólk til fyrirmyndar verðlaunað.

E154823564964B2495AB3571E5DF6891Í Kaupmannahöfn eru borgaryfirvöld með átak til að bæta hjólamenninguna þar. Það er á jákvæðu nótunum enda virkar slíkt mun betur en hræðsluáróður. 50 manna hópur fylgist með umferðinni og verðlaunar þá sem sýna fyrirmyndarhegðun með súkkulaðimola. Stundum þarf ekki meira.

Flokkur: Efling

Tour de Hvolsvöllur

tourdehvolsvollurHjólreiðahátíðin Tour de Hvolsvöllur hefur verið endurvakin frá gömlum glæðum og verður haldin laugardaginn 9. júlí n.k. á Hvolsvelli.
„Mikil heilsuefling hefur verið á meðal landans að undanförnu og ekki síst hér á þessu svæði. Það er gaman að geta tekið þátt í því og tilvalið að efna til þessarar hátíðar hér, þar sem á árum áður voru haldin íslandsmeistaramót í hjólreiðum“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Flokkur: Efling

Keðjuverkun - Hjólanýting

raebbblarnirReiðhjólaunnendur nær og fjær.

Keðjuverkun stefnir á að opna hjólanýtinguna yfir sumarmánuðina á nýjum stað í hjarta borgarinnar. Fyrir ykkur sem ekki vita þá er Keðjuverkun svokallað kollektív  sem var stofnað í fyrrasumar.

Flokkur: Efling

Hjólaborgin Kaupmannahöfn

andreas-rohlÁ áttunda áratugnum var Kaupmannahöfn jafn full af bílum og margar aðrar höfuðborgir en í dag er reiðhjólið helsti fararkosturinn. 37% þeirra sem hjóla til vinnu eða skóla í borginni velja reiðhjólið. Hvernig tókst borgaryfirvöldum að ná fram þessari breytingu? Hvernig ætla þau að ná hlutdeild reiðhjólsins upp í 50% og af hverju? Horfið á þennan fyrirlestur Andreas Røhl stjórnanda hjólreiðaáætlunar Kaupmannahafnar sem hann flutti á Velo-City Global 2010.

 

Flokkur: Efling

Opnunarhátíðir hjólað í vinnuna 2011

isi_hjolad_i_vinnuna_logo_10cmHjólað í vinnuna verður formlega ræst kl. 8:30 miðvikudaginn 4. maí í Reykjavík og á Akureyri.

Í Reykjavík fer hátíðin fram í veitingatjaldinu í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum, og þangað mætir einvalalið af ráðherrum ásamt Landlækni og fleiri. Ekki er oft sem svona margir sjáist á einu bretti, á atburðum úti bæ. Er þáttaka þeirra viðurkenning á hversu jákvæðar hjólreiðar séu á mörgum sviðum samfélagsins. Á Akureyri fer opnunin fram á Glerártorgi og flýtur bæjarstjórinn ávarp.

Frítt er inn, en miðað við hámark nokkur manns úr hverju liði sem hefur skráð sér til leiks.

 

Subcategories

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast eflingu hjólreiða, hvataverkefnum og fl.

Fréttir og greinar um tæki, tól og annan útbúnað.

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast  hjólafólki og þess sem það tekur upp á.

Nokkrar hugmyndir að hjólaferðum

Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um land allt. Tilvalið er að fara inn á heimasíður sveitarfélaga, ferðafélaga eða reiðhjólaklúbba og afla sér upplýsinga en hér eru nokkrar hugmyndir.
Safn af skemmtilegum myndböndum