Það hefur verið mikill uppgangur í hjólaleigum líkt og öðru tengdu hjólreiðum. Í nýja hjólaþjónustukortinu má sjá fjölda aðila en þessar tvær fréttir vöktu athygli okkar.
Þessar myndir eru úr skemmtilegri auglýsingaherferð samgöngusviðs Lundúnaborgar, Transport for London. Þær sýna okkur nokkur af þeim ótal mörgu atriðum sem hjólreiðar standa fyrir, s.s. þær gefa okkur frelsi, tækifæri til að eiga tíma með fjölskyldunni, þær eru auðveldar og skemmtilegar.
Systursamtök okkar í Englandi CTC standa fyrir fjölbreittri starfsemi og er eitt verkefnið kennt við Hjólameistara, Cycle Champions. Þar er leitast við að efla heilsu og hreysti þjóðarinnar meðal annars með því að kynna hjólreiðar fyrir hópum sem býr við ýmiskonar fötlun og hefur farið á mis við heilsuávinning hjólreiða og þá gleði sem þær færa fólki.
Hér er myndband sem sýnir hóp keppa á alls kyns hjólum sem henta fötlun hvers og eins og ánægjan skín af hverju andliti.
Yfir 9000 börn í borginni Almada í Portúgal fá hjólabók í gjöf frá borgaryfirvöldum nú fyrir jólin. Í bókinni er fjallað um allt tengt reiðhjólum, farið yfir sögu þeirra, viðhald kennt, farið yfir umferðarreglurnar og hvernig best er að hjóla. Einnig fjallað um ýmislegt sem hægt er að gera á hjólinu og einnig fylgir teningaspil.
Í bænum Fredericia er nú skemmtilegt verkefni í gangi þar sem skólabörn ætla að hjóla umhverfis jörðina á 80 dögum líkt og í sögunni. Á ferðalaginu kynnast þau fjarlægum stöðum og líkt og í sögunni er þetta líka svolítið kapphlaup á milli bekkja.
Þessa dagana er hólað á hverjum degi í frímínútum í Fossvogsskóla, en þar stendur yfir hjólavika. Nær allir nemendur og starfsmenn koma á reiðhjólum í skólann, og ef ekki - þá gangandi. Að tveimur vikum liðnum verður aftur hjólavika í skólanum.
Reykjavíkurborg stendur fyrir skemmtilegri ljósmyndakeppni í tilefni Samgönguviku - PG:
Page 3 of 29