Safn frétta og greina úr ýmsum áttum sem tengjast hjólamenningu, hjólafólki og þeim útbúnaði sem það notar.

Flokkur: Útbúnaður

Mjúk hjólastæði

Allt of mörg hjólastæði virðast beinlínis hönnuð til að skemma og rispa reiðhjól þeirra sem nýta sér þau. Það er engin hætta á slíku í þessari skemmtilegu hönnun enda eru þau gúmmí styrkt með keðju úr stáli.

Flokkur: Útbúnaður

Hjólavænir ferðamannastaðir

Hjólaferðamennska fer vaxandi á Íslandi en til að hjólreiðar geti orðið raunhæfur samgöngumáti þurfa hjólastæði að vera eðlilegur hluti af okkar daglega umhverfi.

VSÓ Ráðgjöf hefur gefið út leiðbeiningar og gátlista um aðbúnað hjólavænna ferðamannastaða sem unnar eru með styrk frá Ferðamálastofu. Verkefnisstjórn var í höndum Fríðu B. Eðvarðsdóttur og hugmyndavinna m.a. frá Eyrúnu Björnsdóttur hjá Hike&Bike, Sveini Rúnari Traustasyni hjá Ferðamálastofu og Sesselíu Traustadóttur hjá Hjólafærni.

Markmiðið með leiðbeiningunum er að gefa grunnupplýsingar um aðbúnað og skipulag hjólastæða þannig að rekstraraðilar geti markvisst byggt upp aðbúnað og þjónustu til þessa notendahóps. Áhuginn er einnig vaxandi hjá sveitarfélögum og rekstraraðilum að bæta aðstöðu og gera vel við hjólreiðafólk sem vistvæna vegfarendur.

Hjólavænir ferðamannastaðir - Gátlisti og leiðbeiningar um aðbúnað

VSÓ hefur einnig unnið eftirfarandi skýrslur sem snúa að hjólreiðum:

Hjólastígur umhverfis Mývatn

Stofnstígar - Hjólastígar

Uppruni: VSÓ Ráðgjöf 07.05.13 | vso.is
http://www.vso.is/frettir/Frettir-2013/2013-05-07-Hjolaferdamennska.html

Flokkur: Útbúnaður

Hjólið fundið upp - aftur

Fjöldi stórborga hafa innleitt hjólaleigukerfi fyrir almenning og setja þau hjól sterkan svip á borgir eins og London og París. Hinn heimsfrægi hönnuður Philippe Starck var fenginn til samstarfs þegar hanna átti nýtt hjól fyrir fyrirhugað almenningshjólakerfi Bordeaux í Frakklandi.

Útkoman var óvenjulegt reiðhjól sem einnig má nota sem hlaupahjól þegar þarf að fara hægt yfir svo sem í göngugötum. Það er einnig með innbyggðum bögglabera, rafal í nafi fyrir ljósabúnað og gul dekk í yfirstærð gefa hjólinu skemmtilegt yfirbragð.

Flokkur: Útbúnaður

Öryggisbúnaður í bílum gagnvart hjólandi

HjólaskynjariYfirleitt snýr öryggisbúnaður í bílum að því að hlífa bílstjóra og farþegum en minna hefur verið hugað að þeim sem verða hugsanlega fyrir bílunum. Nýlega kynnti Volvo nýjan öryggisbúnað sem á að skynja hjólreiðamenn sem gætu verið í bráðri hættu á að verða fyrir bílnum. Við þær aðstæður tekur búnaðurinn fram fyrir hendur bílstjórans og bremsar sjálfkrafa til að reyna að forða ákeyrslu. Svipaður búnaður var fyrst kynntur hjá Volvo 2010 en nú er hann orðinn enn nákvæmari. Áður hafa verið kynntir utanáliggjandi loftpúðar sem einnig er ætlað að draga úr alvarleika slysa ef ekið er á gangandi eða hjólandi.
Flokkur: Útbúnaður

Ný hjólaþrautabraut í Öskjuhlíð

David Robertsson,Jóhannes Bjarnason, Kári Halldórsson og Óskar Ómarsson19.09.2012. Í dag klukkan þrjú verður ný hjólaþrautabraut opnuð í Öskjuhlíð. Um er að ræða ,,pumpu-braut“ (,,Pump Track“) sem farin er með sérstakri tækni og notuð til þjálfunar og leikja. Félagar í hjólreiðafélaginu Tindi eiga heiðurinn af lagningu brautarinnar og hafa unnið hana í samvinnu við Reykjavíkurborg sem leggur til svæðið. Opnun brautarinnar liður í dagskrá Samgönguviku sem nú stendur yfir. Brautin er staðsett við Nauthólsveg norðan við Háskólann í Reykjavík.

Flokkur: Útbúnaður

Hjólastæðum fjölgað við MK

Hjólagrindur við MKÁnæguleg frétt af vef Menntaskólans í Kópavogi:

Nú, þegar nemendur og kennarar njóta flestir sumarfrísins og liggja sjálfsagt margir sólbrenndir við ókunna strönd, er enn nokkur starfsemi í gangi í MK. Undirbúningur fyrir haustið er þegar hafinn og má sem dæmi nefna að settar hafa verið upp hjólagrindur umhverfis skólann. Þessi breyting er í anda hugmyndarinnar um að MK sé heilsuskóli og ætti að auka öryggistilfinningu og ánægju allra þeirra sem kjósa hjólreiðar fram yfir bílinn.

Flokkur: Útbúnaður

Grasagarður á hjólinu

p1030781Ef þið viljið stíga græna skrefið alla leið er hér frumleg hugmynd að grasagarði á hjólið. Loksins eru líka not fyrir gömlu hálfónýtu sokkana sem stundum safnast upp hjá fólki.

Lesið bloggfærslur hennar Meghan þar sem hún fer yfir reynslu sína: 2010 bloggaði hún um grænu hjólabyltinguna og 2011 um hjóla-sokkagarðinn. Kannski hentar tempraða veðrið á Íslandi vel til að rækta sinn garð á hjólinu.

Subcategories

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast eflingu hjólreiða, hvataverkefnum og fl.

Fréttir og greinar um tæki, tól og annan útbúnað.

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast  hjólafólki og þess sem það tekur upp á.

Nokkrar hugmyndir að hjólaferðum

Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um land allt. Tilvalið er að fara inn á heimasíður sveitarfélaga, ferðafélaga eða reiðhjólaklúbba og afla sér upplýsinga en hér eru nokkrar hugmyndir.
Safn af skemmtilegum myndböndum