Öflugasta hjólaljós í heimi

Í umferðinni þarf að haga sér eftir aðstæðum og yfir vetrarmánuðina þarf góð ljóst á hjólinu til að sjást vel í myrkrinu. Ef hjólað er út fyrir upplýst borgarumhverfið þarf enn öflugri ljós til að lýsa leiðina en allt er best í hófi og það þarf að passa að valda ekki öðrum glígju eða blinda þá.

Ástralinn Dr. Peter Terren býr nokkuð afskekkt, hjólar í vinnuna og notar 5W LED hjólaljós til að lýsa leiðina. En honum fannst það eitthvað ekki nógu sterkt einn daginn og ákvað að útbúa eitthvað öflugra og endaði með öflugasta hjólaljós í heimi. Það er svo öflugt að sést með berum augum utan út geimnum.

Hann hefur mikinn áhuga á rafmagnsfræðum og bloggar um áhugamál sín á síðunni sinni og þar má lesa hvernig hann útbjó þessi ljós. Framljósið gefur 100.000 lúmen með 100 W LED ljósum sem hitna svo mikið að hann þarf að nota 15 kæliviftur á framljósin og 3 á afturljósin.

Lesið meira: http://tesladownunder.com/WorldsBrightestBike.htm