
Viltu prófa að hjóla? Kostar bara túkall
Stjórnvöld um allan heim eru að átta sig á ótvíræðum kostum aukinna hjólreiða og reyna ýmislegt til að auka þær. Til dæmis geta þeir sem ekki eiga reiðhjól en langar að prófa það í eins og einn mánuð fengið lánað reiðhjól ásamt reiðhjólahjálmi, lási og endurskynsvesti og það bara fyrir 10 breskt pund eðar tæpar 2000 kr. Það er jafnvel hægt að fá ljós á hjólið eða barnastól ef þannig stendur á.