Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur í sextánda skipti fyrir Hjólað í vinnuna, heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land, dagana 2. – 22. maí. Verkefnið höfðar til starfsfólks á vinnustöðum landsins og hefur þátttakan margfaldast á þeim 15 árum sem liðin eru frá því að verkefnið fór af stað. Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta annan virkan ferðamáta til og frá vinnu. Keppt er um fjölda þátttökudaga en lið geta jafnframt skráð sig í kílómetrakeppnina þar sem keppt er um heildarfjölda kílómetra.
Frá byrjun maí og fram á haust er hefð fyrir því hjá Fjallahjólaklúbbnum að bjóða almenning í vinalegar vikulegar hjólaferðir um bæinn á þriðjudagskvöldum.
Stjórnvöld um allan heim eru að átta sig á ótvíræðum kostum aukinna hjólreiða og reyna ýmislegt til að auka þær. Til dæmis geta þeir sem ekki eiga reiðhjól en langar að prófa það í eins og einn mánuð fengið lánað reiðhjól ásamt reiðhjólahjálmi, lási og endurskynsvesti og það bara fyrir 10 breskt pund eðar tæpar 2000 kr. Það er jafnvel hægt að fá ljós á hjólið eða barnastól ef þannig stendur á.
Hjólamenningin blómstar um allan heim og allskyns hjólahátíðir eru haldnar. Í maí héldu frakkar sjöttu Ride Beret Baguette hátíðina sem stóð yfir í tvo daga og eitthvað um þúsund manns tóku þátt. Kannski má útleggja þetta Derhúfur og fransbrauð - hvað er franskara en það?
Í ár var þema: Sumarfrí 1936 og klæddust þáttakendur í þeim anda og gleðin var við völd eins og sjá má á þessu skemmtilega myndbandi:
.
RBB Ride Béret Baguette 2014 from Benjamin Donadieu on Vimeo.
Hér er heimasíða RBB: http://www.beret-baguette.fr/
Þar má sjá myndir, umfjöllun og myndbönd frá fyrri hjólahátíðum.
Það skapast oft mikil og góð hjólamenning í borgum þar sem gott er að hjóla eins og sannaðist í Vancouver um síðustu helgi. Þá var haldið hið árlega Bikerave þar sem þúsundir söfnuðust saman á hjólunum sínum, skrautlega klætt og með enn skrautlegri hjól. Allir voru hvattir til að hlaða ljósum á hjólin sín, glóstautar, hjólaljós og hvaðeina sem blikkaði og glansaði og þarna fengu handlagnir einstakt tækifæri til að sýna færni sýna í ljósahönnun.
Hjóladagur í Breiðholti verður haldinn laugardaginn 7. september nk. Fólk á öllum aldri er hvatt til að fjölmenna í Breiðholtið með hjólhesta sína og eiga góðan dag. Það eru Íbúasamtökin Betra Breiðholt sem standa fyrir viðburðinum.
Árið 2012 var fyrsti Tweed Ride viðburðurinn haldinn í Reykjavík. Forskriftin kom frá samskonar viðburði sem haldinn var í London þrem árum fyrr og hefur verið að breiðast út um allan heim. Þessi viðburður átti að gera fólki kleift að hittast og njóta þess að hjóla saman um miðbæ Reykjavíkur í skemmtilegri hópreið. Þátttakendur voru hvattir til að koma í glæsilegum fötum, helst í anda 5. og 6. áratugs síðustu aldar og hjóla saman í rólegheitum, njóta borgarinnar, samverunnar, menningar og fallegs útsýnis.
Strætó hefur nú sett upp hjólagrindur aftan á vagna á langferðaleiðum. Net almenningssamgangna um Ísland er að þéttast og mikil aukning er í notkun strætó milli landshluta, enda sjá margir sér hag í að spara eldsneytiskostnað með fjölbreyttari ferðamáta.
Page 2 of 29