Safn frétta og greina úr ýmsum áttum sem tengjast hjólamenningu, hjólafólki og þeim útbúnaði sem það notar.

Flokkur: Efling

Hjóladagur í Breiðholti laugardaginn 7. sept.

Hjóladagur í Breiðholti verður haldinn laugardaginn 7. september nk. Fólk á öllum aldri er hvatt til að fjölmenna í Breiðholtið með hjólhesta sína og eiga góðan dag. Það eru Íbúasamtökin Betra Breiðholt sem standa fyrir viðburðinum.

Flokkur: Efling

Tweed Ride Akureyri 31. ágúst

Árið 2012 var fyrsti Tweed Ride viðburðurinn haldinn í Reykjavík. Forskriftin kom frá samskonar viðburði sem haldinn var í London þrem árum fyrr og hefur verið að breiðast út um allan heim. Þessi viðburður átti að gera fólki kleift að hittast og njóta þess að hjóla saman um miðbæ Reykjavíkur í skemmtilegri hópreið.  Þátttakendur voru hvattir til að koma í glæsilegum fötum, helst í anda 5. og 6. áratugs síðustu aldar og hjóla saman í rólegheitum, njóta borgarinnar, samverunnar, menningar og fallegs útsýnis.

Flokkur: Efling

Ferðast um landið í strætó með hjól

Strætó hefur nú sett upp hjólagrindur aftan á vagna á langferðaleiðum. Net almenningssamgangna um Ísland er að þéttast og mikil aukning er í notkun strætó milli landshluta, enda sjá margir sér hag í að spara eldsneytiskostnað með fjölbreyttari ferðamáta.

Flokkur: Efling

Samgöngusvið auglýsir frelsi

Þessar myndir eru úr skemmtilegri auglýsingaherferð samgöngusviðs Lundúnaborgar, Transport for London. Þær sýna okkur nokkur af þeim ótal mörgu atriðum sem hjólreiðar standa fyrir, s.s. þær gefa okkur frelsi, tækifæri til að eiga tíma með fjölskyldunni, þær eru auðveldar og skemmtilegar.

Flokkur: Efling

Hjólreiðar eru fyrir alla

Systursamtök okkar í Englandi CTC standa fyrir fjölbreittri starfsemi og er eitt verkefnið kennt við Hjólameistara, Cycle Champions. Þar er leitast við að efla heilsu og hreysti þjóðarinnar meðal annars með því að kynna hjólreiðar fyrir hópum sem býr við ýmiskonar fötlun og hefur farið á mis við heilsuávinning hjólreiða og þá gleði sem þær færa fólki.

Hér er myndband sem sýnir hóp keppa á alls kyns hjólum sem henta fötlun hvers og eins og ánægjan skín af hverju andliti.

Flokkur: Efling

Jóla hjólabók

Capa-light_O-meu-livro-de-bicicletasYfir 9000 börn í borginni Almada í Portúgal fá hjólabók í gjöf frá borgaryfirvöldum nú fyrir jólin. Í bókinni er fjallað um allt tengt reiðhjólum, farið yfir sögu þeirra, viðhald kennt, farið yfir umferðarreglurnar og hvernig best er að hjóla. Einnig fjallað um ýmislegt sem hægt er að gera á hjólinu og einnig fylgir teningaspil.

Flokkur: Efling

Skólabörn hjóla umhverfis jörðina

hjólað umhverfis heiminn á 80 dögumÍ bænum Fredericia er nú skemmtilegt verkefni í gangi þar sem skólabörn ætla að hjóla umhverfis jörðina á 80 dögum líkt og í sögunni. Á ferðalaginu kynnast þau fjarlægum stöðum og líkt og í sögunni er þetta líka svolítið kapphlaup á milli bekkja.

Subcategories

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast eflingu hjólreiða, hvataverkefnum og fl.

Fréttir og greinar um tæki, tól og annan útbúnað.

Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast  hjólafólki og þess sem það tekur upp á.

Nokkrar hugmyndir að hjólaferðum

Víða eru skemmtilegar hjólaleiðir um land allt. Tilvalið er að fara inn á heimasíður sveitarfélaga, ferðafélaga eða reiðhjólaklúbba og afla sér upplýsinga en hér eru nokkrar hugmyndir.
Safn af skemmtilegum myndböndum