Hjóladagur í Breiðholti laugardaginn 7. sept.

Hjóladagur í Breiðholti verður haldinn laugardaginn 7. september nk. Fólk á öllum aldri er hvatt til að fjölmenna í Breiðholtið með hjólhesta sína og eiga góðan dag. Það eru Íbúasamtökin Betra Breiðholt sem standa fyrir viðburðinum.

 

Dagskráin hefst við Breiðholtslaug kl. 10:00, en þar verður Dr. Bæk með ókeypis hjólaskoðun fyrir alla sem vilja. Að auki býður Breiðholtslaug öllum ókeypis í sund milli kl. 10:00 og 12:00.

Kl. 12:00 verður farið í hjólaferð frá Breiðholtslaug áleiðis í Seljahverfi, umhverfis það og endað í Mjódd. Kl. 13:00 hefst síðan dagskrá í Mjódd þar sem Hjartaheill býður upp á ókeypis blóðþrýstingsmælingu, Íslandsbanki gefur öllum gestum endurskinsmerki, hressing í boði Nettó, Dr. Bæk skoðar hjól, hinn frábæri tónlistarmaður Svavar Knútur tekur lagið o.fl.

Allir sem hafa áhuga á hjólreiðum, útivist, góðri tónlist, almennri gleði, góðri heilsu, lífi og fjöri eru hvattir til að mæta á Hjóladaginn í Breiðholti!

Nánari frétt hér.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.