En það er ekkert reifpartí án reiftónlistar. Þáttakendur gátu hlaðið niður fimm tíma partímússik og mætt með ferðahátalarana sína. Síðan áttu allir að ýta á play á sama tíma svo sama tónlistin ómaði í takt frá öllum hópnum. Eða þeir gátu náð í app í snjallsímann sinn og streymt tónlistinni þannig.
Að sögn skipuleggjendanna er þetta þó bara eitthvað sem er sjálfsprottið, lífrænt ræktað og mest lítið skipulagt!
Væri ekki einhver til í að skipuleggja svona reiðreið hér, t.d. á menningarnótt þegar fjöldi gatna í miðbænum eru lokaður bílum og hjólið besti fararmátinn. Þetta væri líka góður tímapunktur til að minni fólk á að græja hjólaljósin fyrri haustið.
Það gekk vel að hjóla berbakt á menningarnótt fyrir nokkrum árum og Tweed Ride skrúðreiðarnar hafa verið enn fjölmennari síðastliðin tvö ár. Er kominn tími á Rave Ride Reykjavík partíreið? Sjálfboðaliðar óskast.
#BikeRave 2014 from Jon Rawlinson on Vimeo.
Heimasíða Bikerave: http://www.vincentparker.ca/bikerave/
Hér er líka frétt um viðburðinn sem er víst einn sá stærsti á viðburðadagatali Vancouver með um 7000 manns þetta árið: http://momentummag.com/features/the-bike-rave-a-game-changer/
Nokkrar myndir af Instagram:
Og hér má hlusta á tónlistina næstu fimm klukkutímana.