Hjólamenningin blómstar um allan heim og allskyns hjólahátíðir eru haldnar. Í maí héldu frakkar sjöttu Ride Beret Baguette hátíðina sem stóð yfir í tvo daga og eitthvað um þúsund manns tóku þátt. Kannski má útleggja þetta Derhúfur og fransbrauð - hvað er franskara en það?
Í ár var þema: Sumarfrí 1936 og klæddust þáttakendur í þeim anda og gleðin var við völd eins og sjá má á þessu skemmtilega myndbandi:
.
RBB Ride Béret Baguette 2014 from Benjamin Donadieu on Vimeo.
Hér er heimasíða RBB: http://www.beret-baguette.fr/
Þar má sjá myndir, umfjöllun og myndbönd frá fyrri hjólahátíðum.