Derhúfur og fransbrauð

Hjólamenningin blómstar um allan heim og allskyns hjólahátíðir eru haldnar. Í maí héldu frakkar sjöttu Ride Beret Baguette hátíðina sem stóð yfir í tvo daga og eitthvað um þúsund manns tóku þátt. Kannski má útleggja þetta Derhúfur og fransbrauð - hvað er franskara en það?

Í ár var þema: Sumarfrí 1936 og klæddust þáttakendur í þeim anda og gleðin var við völd eins og sjá má á þessu skemmtilega myndbandi:

.

RBB Ride Béret Baguette 2014 from Benjamin Donadieu on Vimeo.

Hér er heimasíða RBB: http://www.beret-baguette.fr/

Þar má sjá myndir, umfjöllun og myndbönd frá fyrri hjólahátíðum.

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.