Viltu prófa að hjóla? Kostar bara túkall

Stjórnvöld um allan heim eru að átta sig á ótvíræðum kostum aukinna hjólreiða og reyna ýmislegt til að auka þær. Til dæmis geta þeir sem ekki eiga reiðhjól en langar að prófa það í eins og einn mánuð fengið lánað reiðhjól ásamt reiðhjólahjálmi, lási og endurskynsvesti og það bara fyrir 10 breskt pund eðar tæpar 2000 kr. Það er jafnvel hægt að fá ljós á hjólið eða barnastól ef þannig stendur á.

Þetta er í boði fyrir íbúa Enfield sveitafélaginu á Lundúnasvæðinu í Bretlandi og víðar.

Að auki er hægt að fá ókeypis þjálfun í samgönguhjólreiðum líkt og Hjólafærni á Íslandi bíður upp á hérlendis.

Væri þetta ekki góð hugmynd fyrir sveitafélög á Íslandi?

Sjá nánar um þessa þjónustu á vef Enfield Council og í valmyndinni sést að það er margt annað í boði þar á bæ.

http://www.enfield.gov.uk/info/1000000397/cycle_enfield/2953/10_cycle_loan_scheme

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.