Sjá hér frétt frá Kanada og blogfærslu beint frá Google þar sem starfsmaður Google Maps segist mikla eftirspurn hafa verið eftir þessari þjónustu.
Prófið einnig hjólavefsjá.is
Google tilkynnti fyrr í vikunni nýja þjónustu fyrir hjólreiðafólk í Kanada. Þeir ætla að bæta hjólavefsjá við Google Maps þjónustuna, eða Bike Directions eins og þeir kalla þetta. Þjónustan nær um allt Kanada en með meiri nákvæmni í níu stórum borgum sem gáfu þeim aðgang að gögnum um stígakerfi sín. Þetta hljómar svipað og íslenska hjólavefsjáin sem nokkrir framtakssamir einstaklingar settu upp og Reykjavíkurborg miðlaði sínum gögnum um stíga til. Það kerfi má sjá á hjólavefsjá.is og byggir á opnum hugbúnaði og gögnum sem stöðugt er verið að bæta.
Sjá hér frétt frá Kanada og blogfærslu beint frá Google þar sem starfsmaður Google Maps segist mikla eftirspurn hafa verið eftir þessari þjónustu.
Prófið einnig hjólavefsjá.is