Hjólavefsjá Google

google-bd1Google tilkynnti fyrr í vikunni nýja þjónustu fyrir hjólreiðafólk í Kanada. Þeir ætla að bæta hjólavefsjá við Google Maps þjónustuna, eða Bike Directions eins og þeir kalla þetta. Þjónustan nær um allt Kanada en með meiri nákvæmni í níu stórum borgum sem gáfu þeim aðgang að gögnum um stígakerfi sín. Þetta hljómar svipað og íslenska hjólavefsjáin sem nokkrir framtakssamir einstaklingar settu upp og Reykjavíkurborg miðlaði sínum gögnum um stíga til. Það kerfi má sjá á hjólavefsjá.is og byggir á opnum hugbúnaði og gögnum sem stöðugt er verið að bæta.

Sjá hér frétt frá Kanada og blogfærslu beint frá Google þar sem starfsmaður Google Maps segist mikla eftirspurn hafa verið eftir þessari þjónustu.

Prófið einnig hjólavefsjá.is

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.