Opnunarhátíðir hjólað í vinnuna 2011

isi_hjolad_i_vinnuna_logo_10cmHjólað í vinnuna verður formlega ræst kl. 8:30 miðvikudaginn 4. maí í Reykjavík og á Akureyri.

Í Reykjavík fer hátíðin fram í veitingatjaldinu í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum, og þangað mætir einvalalið af ráðherrum ásamt Landlækni og fleiri. Ekki er oft sem svona margir sjáist á einu bretti, á atburðum úti bæ. Er þáttaka þeirra viðurkenning á hversu jákvæðar hjólreiðar séu á mörgum sviðum samfélagsins. Á Akureyri fer opnunin fram á Glerártorgi og flýtur bæjarstjórinn ávarp.

Frítt er inn, en miðað við hámark nokkur manns úr hverju liði sem hefur skráð sér til leiks.

 

Reykjavík, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Þátttakendum er boðið að hjóla við, þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg hvatningarávörp frá Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, Geir Gunnlaugssyni, Landlækni, Evu Einarsdóttur, formanni íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og Hafsteini Pálssyni, formanni
almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. 
DR. BÆK verður á staðnum með smurolíubrúsann og skiptilykilinn á lofti.
Eftir ávörpin munu gestir og þátttakendur hjóla átakið formlega af stað.

 

Akureyri, Glerártorg
Þátttakendum er boðið að hjóla við, þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á stutt ávarp frá Eiríki Birni Björgvinssyni, bæjarstjóra.

Samstarfsaðilar ÍSÍ vegna Hjólað í vinnuna eru: Lýðheilsustöð, Rás 2, Skýrr,Umhverfissvið Reykjarvíkurborgar, Örninn, Landssamtök Hjólreiðamanna og Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn.

Nánari upplýsingar um Hjólað í vinnuna er að finna á www.hjoladivinnuna.is
(Texti sótt af fréttabréfi til liðsstjóra, 2. maí 2011, nema hluti af inngangi )

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.