Flokkur: Fréttir LHM

Stutt skilaboð frá Velo-city 2011 í Sevilla

Um þessar mundir stendur yfir stór alþjóðleg ráðstefna um hjólreiðar í Sevilla á suður-Spáni.  Í gær talaði Gro Harlem Brundtland, sem er meðal annars fyrrverandi forstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunni, WHO.  Á ráðstefnunni eru mættir tæknivæddir, áhugasamir og orðheppnir menn sem segja frá ráðstefnunni á samskiptrasíðunni twitter. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi. Það má líka fara inn á twitter og skoða, án þess að skrá sér sem notanda, og skoða til dæmis skilaboðin sem hafa verið merkt  #velocity2011 : http://twitter.com/#search?q=%23velocity2011

Flokkur: Fréttir LHM

Ljós í skóinn

santaLandssamtök hjólreiðamanna vilja benda jólasveininum á að skynsamlegt er að gefa ljós á reiðhjól og endurskin í skóinn til ungra hjólreiðamanna.
Ljós eru sömuleiðis góð jólagjöf handa öllum hjólreiðamönnum.

Ljós er nauðsynlegur skyldubúnaður(1) á reiðhjólum og þau eru mikilvæg til að hjólreiðamaðurinn sé sýnilegur í myrkri. Þau gera honum líka kleift að sjá gangandi vegfarendur með endurskin á stígum. Ljósið á að vera hvítt eða gult að framan og rautt að aftan. Ljós gefa mismikla lýsingu og eru á mismunandi verði og hægt er að fá ljós sem ekki nota rafhlöður og þurfa lítið viðhald.

Flokkur: Fréttir LHM

Innflutningur á reiðhjólum

hagstofa_islands_logoTil að svara fyrirspurn ECF um reiðhjólaeign landsmanna var leitað til Hagstofu Íslands. Þar á bæ voru ekki til upplýsingar um reiðhjóleign þótt að spurt sé um ýmislegt annað í neyslukönnun Hagstofunnar. Hinsvegar eru til nákvæmar upplýsingar um innflutning reiðhjóla og það eru þær upplýsingar sem verða raktar hér.

Flokkur: Fréttir LHM

Endurbætur við undirgöng í Mjódd

Undirgöng í MjóddÍ október var unnið að endurbótum í Kópavogi við undirgöng undir Reykjanesbrautina í Mjódd frá Skemmuvegi (1. mynd). Þá hefur stígurinn sem liggur meðfram Reykjanesbrautinni verið framlengdur frá Skemmuvegi að Smiðjuvegi.Flokkur: Fréttir LHM

Nagladekk eru þörf í Reykjavík

rvk-nagladekkReykjavíkurborg er nú með átak gegn notkun nagladekkja undir bifreiðar sem er gott og vonandi fær hjólreiðafólk að njóta betri loftgæða fyrir vikið. Það á hinsvegar allt annað við um nagladekk undir reiðhjól heldur en bifreiðar. Við mælum eindregið með að allir noti nagladekk undir hjólin sín á veturna. Þau gefa frábært grip í þeirri hálku sem oft er á stígum og víðar því þar er minni umferð en á akbrautunum og leiðir hlykkjóttari og mikilvægt að hafa gott grip.