Slysið á Dalvegi

lhmmerkitext1Landssamtök hjólreiðamanna harma hið hræðilega slys sem varð á Dalvegi í Kópavogi miðvikudaginn 19. október s.l. Hugur félagsmanna og allra þeirra sem hjóla er með hinum slasaða og aðstandendum hans.

Ábyrgð ökumanna vélknúinna ökutækja er mikil. Þeir geta hæglega valdið stórslysi eða bana með ógætilegum akstri. Mikilvægt er að ökumönnum sé gerð grein fyrir ábyrgð sinni á öllum stigum. Bílstjórar þurfa alltaf að gæta að umferð hjólandi á götu eða stíg, sérstaklega áður en þeir taka hægri beygju.

Víða háttar svo til að göngu- og hjólastígar þvera akbrautir og inn- og útkeyrslur. Mikilvægt er að allar þveranir verði gerðar sem öruggastar. Til dæmis má mála yfirborð stíga yfir þveranir, láta stíga þvera akbraut á upphækkun, taka af óþarfar inn- og útkeyrslur eða færa stíga á öruggari stað. Bent skal á leiðsögn í leiðbeiningum um „Hönnun fyrir reiðhjól“ (pdf 7,4 mb) frá Reykjavíkurborg og Eflu verkfræðistofu til að hönnun fyrir reiðhjól verði sem öruggust.

fyrir hönd Stjórnar Landssamtaka hjólreiðamanna
Árni Davíðsson formaður

Fréttatilkynning frá Landssamtökum hjólreiðamanna send 1. nóvember 2011

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl