Víða háttar svo til að göngu- og hjólastígar þvera akbrautir og inn- og útkeyrslur. Mikilvægt er að allar þveranir verði gerðar sem öruggastar. Til dæmis má mála yfirborð stíga yfir þveranir, láta stíga þvera akbraut á upphækkun, taka af óþarfar inn- og útkeyrslur eða færa stíga á öruggari stað. Bent skal á leiðsögn í leiðbeiningum um „Hönnun fyrir reiðhjól“ (pdf 7,4 mb) frá Reykjavíkurborg og Eflu verkfræðistofu til að hönnun fyrir reiðhjól verði sem öruggust.
fyrir hönd Stjórnar Landssamtaka hjólreiðamanna
Árni Davíðsson formaður
Fréttatilkynning frá Landssamtökum hjólreiðamanna send 1. nóvember 2011