Mörg dæmi um gáleysislega notkun slíkra farartækja. Hluti þessara hjóla verða mögulega skoðunarskyld
Hin Þýsku landssamtök hjólreiðamanna (ADFC) gagnrýna tillögu Evrópuþingmannsins Dieter-Lebrecht Koch um að hjólandi vegfarendum verði gert skylt að klæðast endurskinsvestum. Tillagan er framlag þingmannsins í drögum að stefnu um umferðaröryggi í Evrópu árin 2011-2020. Að skylda notkun endurskinsvesta er ekki líklegt til að bæta öryggi hjólreiðamanna að áliti ADFC.
LHM tekur undir afstöðu ADFC, sem jafnframt er samhljóða afstöðu ECF, samtaka evrópskra hjólreiðafélaga.
Það var mikill taugatitringur í bílaborginni Los Angeles þegar loka þurfti hraðbraut 405 meðan endurnýjuð var brú sem lá yfir hana. Það var spáð hamförum í líkingu við þær sem líst er í Biblíunni af úrtölumönnum sem töluðu um carmageddon sem er lagt út frá armageddon eða heimsenda.
„Það er ekki nóg að leggja fullt af nýjum hjólabrautum ef við höldum þeim sem fyrir eru ekki í góðu standi. Barnið í hjólakerrunni á að geta sofið rólegt á leiðinni og hjólreiðamenn eiga ekki að þurfa að sveigja framhjá holum og misfellum á leiðum sínum“, er haft eftir Andreas Røhl sem stýrir hjólreiðaáætlun Kaupmannahafnar.
Rykið hefur verið þurrkað af 30 ára gamalli áætlun um uppbyggingu hjólaleiða um þver og endilöng Bandaríkin.
Á sínum tíma voru aðeins kláraðar tvær leiðir en nú er búið að samþykkja sex nýjar leiðir og 42 ríki hafa lýst yfir stuðningi við áætlunina.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segja að meirihlutinn í borginni, Besti flokkurinn og Samfylkingin, ætli aðeins að leggja 16% þeirra hjólastíga sem ákveðið hafði verið að leggja á árinu 2011.
Page 6 of 13