Á vef Reykjavíkurborgar birtust eftirandi fréttir í júní:
Frétt 04.06.2013
Meiri gróður, nýjar gangstéttir beggja vegna götunnar, nýir ljósastaurar, hjólastígar og miðeyjar í götu til að auka öryggi gangandi vegfarenda eru meðal breytinga sem gerðar verða á Borgartúni í sumar. Eftir framkvæmdirnar mun Borgartúnið verða falleg nútímaleg borgargata, segir Davíð Baldursson verkefnisstjóri.
Frétt á vef Reykjavíkurborgar fjallaði um opnun hjóla- og göngubrúnna yfir Elliðaárósa í Samgönguviku 2013:
Margir komu saman og glöddust þegar nýjar brýr yfir Elliðaárósa voru formlega opnaðar í dag. Nýja göngu- og hjólaleiðin er mikil samgöngubót, hún er greiðfær, örugg með aðskilda stíga og styttir leiðina milli Grafarvogs og miðborgar um 0,7 km. Þá er leiðin upplýst með lýsingu í brúarhandriðum og lágum ljósapollum á stíg milli brúnna. Stígurinn er ásamt öðrum stofnstígum í forgangi þegar kemur að snjóhreinsun og hálkuvörnum í vetur.
Búið er að leggja malbikaðan göngu- og hjólastíg frá Egilshöll yfir að Korputorgi. Þá hefur ný brú verið smíðuð yfir Korpu. Þetta auðveldar íbúum Staðahverfis í Grafarvogi að komast gangandi og hjólandi að verslunarmiðstöðinni auk þess sem stígurinn opnar mikla möguleika til útivistar á svæðinu. Stígurinn er upplýstur. Verkefnið var kosið af íbúum í Grafarvogi í hverfiskosningum árið 2012 og kostaði 12 milljónir. Þetta kom fram í frétt á vef Reykjavíkurborgar 28. október.
Á heimasíðu Reykjavíkurborgar 23. október 2013 er sagt frá nýjum göngu og hjólreiðastíg meðfram Gufuneskirkjugarði.:
Nýr göngu- og hjólastígur meðfram Gufuneskirkjugarði
Malbikun er nú lokið við nýjan göngu- og hjólastíg meðfram Gufuneskirkjugarði við Borgaveg. Frágangur er að mestu eftir en verkinu á að verða lokið að mestu í byrjun nóvember. Verkefnið var kosið af íbúum Grafarvogs í rafrænum íbúakosningum vegna Betri hverfa á þessu ári. Kostnaður við verkefnið er 14 milljónir.
16. nóvember 2012 birtist tilkynning á vef Eyjafjarðarsveitar um skipulagslýsingu á gerð göngu- og hjólastígs frá Hrafnagili að Akureyri.:
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi varðandi stíga frá Hrafnagilshverfi til Akureyrar. Ætlunin er að breyta gönguleið GL-1 og reiðleið HL-1 þannig að stígarnir verða færðir saman, nær þjóðvegi og langhalli minnkaður á þeim. Skipulagslýsinguna má sjá með því að smella hér, en hún liggur einnig frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar til 30. nóv.
Í Vikudegi á Akureyri er frétt 23. október um nýjan göngu- og hjólreiðastíg á Akureyri.:
Nýr göngu- og hjólastígur á Akureyri
Nýr 400 metra göngu- og hjólastígur meðfram Glerá, á milli Hjalteyrargötu og Hörgárbrautar hefur verið lagður. Á næsta ári á svo að gera stig niður að sjó og norður i Sandgerðisbót.
Ný brú yfir Fossvog yrði góð samgöngubót fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Aðeins tæki fimm mínútur að ganga yfir brúna en núna leggja vegfarendur lykkju á leið sína fyrir Fossvoginn en umferð gangandi og hjólandi vegfarenda um botn Fossvogs er um 500 til 1000 á dag og fer vaxandi.
Á hinni nýju hjólaleið frá Hlemmi að Elliðaám verða sérstök umferðarljós fyrir hjólreiðafólk á sex stöðum. Í fyrramálið kl. 10:00, miðvikudaginn 27. febrúar, verða ljósin yfir Sæbraut við Súðarvog gangsett. Á þeim stað hefur verið komið fyrir skynjurum sem kalla eftir þörfum á græna ljósið fyrir hjólreiðafólk sem er á leið þvert yfir Sæbrautina.
Page 3 of 13