Þegar svartasta skammdegið hörfaði birtist nýmalbikaður og upplýstur stígur frá Setbergshverfi í Hafnarfirði inn í Kauptún í Garðabæ. Stígurinn tengist stíg þvert yfir Garðahraun að Flatahverfi. Þarna er því orðinn til 2,3 km samfelldur kafli sem fer einungis yfir eina götu við mislæg gatnamót við Urriðaholt. Landslag hefur unnið að stígaskipulagi í Garðabæ og tekur nú þátt í að undirbúa næstu áfanga.
Hjólasveinar og meyjar glöddust innilega í dag er nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun af borgarstjóra, bæjarstjóra Mosfellsbæjar og vegamálastjóra. Eftir að klippt hafði verið á borða stigu hjólasveinar og meyjar á reiðhjól sín og héldu með klingjandi bjölluhljóm eftir stígnum.
Borgarstjóri telur mögulegt að ný hjóla- og göngubrú úr Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið geti orðið að veruleika á þarnæsta ári. Endanleg ákvörðun um byggingu hennar hefur þó enn ekki verið tekin en kostnaður gæti verið allt að einn milljaður króna.
Hugmyndir um að reisa 300 metra brú fyrir hjóla- og göngufólk yfir Fossvoginn frá Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið í Kópavogi eru ekki nýjar af nálinni. Sumarið 2008 voru voru þær kynntar íbúum á fundi. Síðan þá hefur þó brúin þó verið lítið annað en hugmynd þar til nú að skriður virðist vera kominn á málið.
Vegamálastjóri minnti og á að göngubrúin væri umferðaröryggismál og þótt stundum mætti heyra annað þá væri Vegagerðin stöðugt að sinna umferðaröryggi, það væri ekki bara eitt af helstu markmiðum Vegagerðarinnar heldur líka keppikefli að vinna vel í þeim málaflokki.
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs undirrituðu í dag samkomulag sem leggur grunninn að áframhaldandi uppbyggingu hjólreiða- og göngustíga í Reykjavík. Kostnaður við framkvæmdir sem tengjast samningnum er áætlaður um 2 milljarðar króna.
Samkomulagið felur í sér að Vegagerðin greiði helming kostnaðar við ákveðna hjólreiða- og göngustíga og byggir það á vegalögum og nýsamþykktum samgönguáætlunum. Gengið var frá samkomulagi um verkefni ársins 2012 sem eru Suðurlandsbraut (Hlemmur - Elliðaárósar) og á Vesturlandsvegi.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti nýlega fyrstu hjólreiðaáætlun bæjarins. Samkvæmt henni stefnir Kópavogur að því að auka veg hjólreiða sem samgöngumáta þannig að þær verði aðgengilegur, skilvirkur og öruggur ferðamáti.
Það er ánægjulegt að sveitarfélag marki sér stefnu og setji sér markmið um að fjölga þeim sem hjóla enda er það frumforsenda þess að unnið sé markvisst að því að bæta aðstæður hjólandi. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.Til hamingju Kópavogsbær og gangi ykkur vel!
Borgarstjóri opnaði formlega nýtt ábendingakerfi á vef Reykjavíkurborgar 22. febrúar. Þar er tekið á móti upplýsingum um það í borgarlandinu sem þarf að laga. Borgarbúar eru hvattir til að láta vita um skröltandi brunnlok, sködduð umferðarmerki, lausar hellur, yfirfulla ruslastampa, skemmda bekki, óvirka götulýsingu og annað sem tengist þjónustu í borgarlandinu.
Ný göngu- og hjólaleið yfir Elliðaárósa verður lögð næsta sumar og mun hún stytta leiðina milli Grafarvogs og miðborgar umtalsvert eða um 0,7 km. Gert er ráð fyrir aðskilnaði gangandi og hjólandi umferðar með það í huga að stuðla að bættu umferðaröryggi og gera leiðina greiðari. Umferð hjólandi og gangandi yfir Elliðaár er mikil og má gera ráð fyrir að hún aukist með tilkomu nýju leiðarinnar.
Page 4 of 13