Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Flokkur: Samgöngumál

Brú yfir Kópavog

kopavogsbruBorgarstjóri telur mögulegt að ný hjóla- og göngubrú úr Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið geti orðið að veruleika á þarnæsta ári. Endanleg ákvörðun um byggingu hennar hefur þó enn ekki verið tekin en kostnaður gæti verið allt að einn milljaður króna.

Hugmyndir um að reisa 300 metra brú fyrir hjóla- og göngufólk yfir Fossvoginn frá Vatnsmýrinni yfir í Kársnesið í Kópavogi eru ekki nýjar af nálinni. Sumarið 2008 voru voru þær kynntar íbúum á fundi. Síðan þá hefur þó brúin þó verið lítið annað en hugmynd þar til nú að skriður virðist vera kominn á málið.

Flokkur: Samgöngumál

Göngubrú og samgöngustígur í Mosfellsbæ

Göngubrú og samgöngustígur í MosfellsbæÖgmundur Jónasson innanríkisráðherra klippti tvívegis á borða í dag 28. júní til að opna formlega göngubrú við Krikahverfi í Mosfellsbæ og samgöngustíg meðfram Vesturlandsvegi. Hann naut aðstoðar Hreins Haraldssonar vegamálastjóra og Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra í Mosfellsbæ. Blíðskaparveður setti mark sitt á klippingarnar sem og söngur barnanna úr Krikaskóla.

Vegamálastjóri minnti og á að göngubrúin væri umferðaröryggismál og þótt stundum mætti heyra annað þá væri Vegagerðin stöðugt að sinna umferðaröryggi, það væri ekki bara eitt af helstu markmiðum Vegagerðarinnar heldur líka keppikefli að vinna vel í þeim málaflokki.

Flokkur: Samgöngumál

Tímamótasamningur um átak í gerð hjólreiða- og göngustíga

GPM_0068Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs undirrituðu í dag samkomulag sem leggur grunninn að áframhaldandi uppbyggingu hjólreiða- og göngustíga í Reykjavík. Kostnaður við framkvæmdir sem tengjast samningnum er áætlaður um 2 milljarðar króna.

Samkomulagið felur í sér að Vegagerðin greiði helming kostnaðar við ákveðna hjólreiða- og göngustíga og byggir það á vegalögum og nýsamþykktum samgönguáætlunum. Gengið var frá samkomulagi um verkefni ársins 2012 sem eru Suðurlandsbraut (Hlemmur - Elliðaárósar) og á Vesturlandsvegi.

Flokkur: Samgöngumál

Fyrsta hjólreiðaáætlun Kópavogs samþykkt

Hjólaleiðir í KópavogBæjarstjórn Kópavogs samþykkti nýlega fyrstu hjólreiðaáætlun bæjarins. Samkvæmt henni stefnir Kópavogur að því að auka veg hjólreiða sem samgöngumáta þannig að þær verði  aðgengilegur, skilvirkur og öruggur ferðamáti.

Það er ánægjulegt að sveitarfélag marki sér stefnu og setji sér markmið um að fjölga þeim sem hjóla enda er það frumforsenda þess að unnið sé markvisst að því að bæta aðstæður hjólandi. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.Til hamingju Kópavogsbær og gangi ykkur vel!

Flokkur: Samgöngumál

Láttu borgina vita um það sem þarf að laga

jhj_034-800Borgarstjóri opnaði formlega nýtt ábendingakerfi á vef Reykjavíkurborgar 22. febrúar. Þar er tekið á móti upplýsingum um það í borgarlandinu sem þarf að laga. Borgarbúar eru hvattir til að láta vita um skröltandi brunnlok, sködduð umferðarmerki, lausar hellur, yfirfulla ruslastampa, skemmda bekki, óvirka götulýsingu og annað sem tengist þjónustu í borgarlandinu.

Flokkur: Samgöngumál

Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa

gongubryrNý göngu- og hjólaleið yfir Elliðaárósa verður lögð næsta sumar og mun hún stytta leiðina milli Grafarvogs og miðborgar umtalsvert eða um  0,7 km.  Gert er ráð fyrir aðskilnaði gangandi og hjólandi umferðar með það í huga að stuðla að bættu umferðaröryggi og gera leiðina greiðari. Umferð hjólandi og gangandi yfir Elliðaár er mikil og má gera ráð fyrir að hún aukist með tilkomu nýju leiðarinnar.

Flokkur: Samgöngumál

Almenningshjólaleigur

Gangverk-Des-2011-webVinsældir og áhugi fólks á almenningshjólaleigum hefur aukist hratt á síðustu árum þar sem borgaryfirvöld í flestum borgum Evrópu leita nýrra leiða til þess að auka hlutdeild vistvænna og sjálfbærra samgangna. Í því felst meðal annars að auka hjólreiðar og notkun almenningssamgangna. Almenningshjólaleigur bjóða upp á skammtímaleigu á hjólum í gegnum sjálfsafgreiðslukerfi sem er staðsett á fjölförnum stöðum.

Flokkur: Samgöngumál

Starfsfólkið taki upp nýja siði

Fyrirtæki og stofnanir eru í nýrri áætlun hvött til að móta samgönguáætlun og hvetja starfsfólk til að tileinka sér vistvænar samgöngur. Landspítalinn og fleiri stór fyrirtæki og stofnanir hafa gert samning við Strætó bs. og starfsfólk getur í krafti þeirra keypt sér árskort með talsverðum afslætti. Samningarnir eru víðtækir. Í þeim felst að fyrirtækin skuldbinda sig til að móta sér sína eigin samgöngustefnu, þar sem starfsfólkið er hvatt til að nýta sér aðra kosti en einkabílinn til að komast á milli staða.