Í borginni Greenville er unnið eftir hjólreiðaáætlun og þau hafa uppgvötvað það því fylgir efnahagslegur ávinningur og "grænt" orðspor laðar að fyrirtæki. Borgin hefur hlotið brons viðurkenningu Amerísku landssamtaka hjólreiðamanna og stefnir á enn betri einkun sem hjólavæn borg. Nýlega samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur hjólreiðaáætlun með háleit markmið og hver veit nema í framhaldinu verði viðsnúningur í aðstæðum til hjólreiða í Reykjavík.
Nú þegar bensínverð er orðið svo hátt sem raun ber vitni, er ein leið Frónbúa til að spara aurinn í fjárútlátum heimilisins, að nota einkabílinn minna en fara þess í stað um á reiðhjóli.
Batteríljós eru ekki leyfð í Þýskalandi heldur er skylt að hafa rafal á hjólunum. Rafall er góður kostur enda áreiðanlegur orkugjafi og alltaf til staðar. Þó góð batteríljós séu fáanleg þá falla of margir í þá gryfju að spara við sig í þessu mikilvæga öryggistæki og nota ljós sem vart sjást innan um borgarljósin.
Frétt frá því í maí um umræður á breska þinginu þar sem tekið er undir málflutning systursamtaka LHM í Bretlandi um hvernig auknar hjólreiðar stuðla að auknu öryggi og mikilvægi þess að nota rétta mælikvarða til að meta öryggi hjólreiðafólks.
Borgir í Bandaríkjunum hvetja í auknum mæli til hjólreiða og hefur þeim sem hjóla til vinnu fjölgað um 43% síðan 2000 á landsvísu. Í Philadelfíu hefur notkun reiðhjóla aukist um 43% síðan 2005 og borgin hefur einsett sér að verða sú grænasta í BNA. Þar starfa hjólreiðasamtök að fræðslu um hvernig öruggast er að staðsetja sig í umferðinni og því einfalda atriði að reiðhjól eru lögleg ökutæki rétt eins og bílar.
Hvað á barnið mitt að kunna og hvenær? Sjáið hvernig Dönum er ráðlagt að leggja línurnar fyrir börnin sín úti í umferðinni
Löggan í Kaupmannahöfn hefur síðan í apríl verið með 8 löggur á hjóli í bænum við góðan orðstýr. Þær eiga auðveldara með að skjótast um þröngar götur og komast leiðar sinnar. Nýlega handtóku þær hjólreiðamann með 5 kíló af hassi í bakpokanum, sem hjólaði beint á vegg með hjólandi löggur á eftir sér...
Page 10 of 13