Hvassar steinflísar sprengja hjóladekk í Rvk.

Nú þegar bensínverð er orðið svo hátt sem raun ber vitni, er ein leið Frónbúa til að spara aurinn í fjárútlátum heimilisins, að nota einkabílinn minna en fara þess í stað um á reiðhjóli.
Nú þegar bensínverð er orðið svo hátt sem raun ber vitni, er ein leið Frónbúa til að spara aurinn í fjárútlátum heimilisins, að nota einkabílinn minna en fara þess í stað um á reiðhjóli.
Batteríljós eru ekki leyfð í Þýskalandi heldur er skylt að hafa rafal á hjólunum. Rafall er góður kostur enda áreiðanlegur orkugjafi og alltaf til staðar. Þó góð batteríljós séu fáanleg þá falla of margir í þá gryfju að spara við sig í þessu mikilvæga öryggistæki og nota ljós sem vart sjást innan um borgarljósin.
Frétt frá því í maí um umræður á breska þinginu þar sem tekið er undir málflutning systursamtaka LHM í Bretlandi um hvernig auknar hjólreiðar stuðla að auknu öryggi og mikilvægi þess að nota rétta mælikvarða til að meta öryggi hjólreiðafólks.
Borgir í Bandaríkjunum hvetja í auknum mæli til hjólreiða og hefur þeim sem hjóla til vinnu fjölgað um 43% síðan 2000 á landsvísu. Í Philadelfíu hefur notkun reiðhjóla aukist um 43% síðan 2005 og borgin hefur einsett sér að verða sú grænasta í BNA. Þar starfa hjólreiðasamtök að fræðslu um hvernig öruggast er að staðsetja sig í umferðinni og því einfalda atriði að reiðhjól eru lögleg ökutæki rétt eins og bílar.
Hvað á barnið mitt að kunna og hvenær? Sjáið hvernig Dönum er ráðlagt að leggja línurnar fyrir börnin sín úti í umferðinni
Löggan í Kaupmannahöfn hefur síðan í apríl verið með 8 löggur á hjóli í bænum við góðan orðstýr. Þær eiga auðveldara með að skjótast um þröngar götur og komast leiðar sinnar. Nýlega handtóku þær hjólreiðamann með 5 kíló af hassi í bakpokanum, sem hjólaði beint á vegg með hjólandi löggur á eftir sér...
Hjólreiðar borga sig, ekki bara fyrir hjólreiðamanninn heldur allt samfélagið. Odense varði 20m dkr 1998 í hjólaverkefni og nú er talið að þetta hafi skilað sér í 30m dkr sparnað
Í morgunútvarpinu 3. júni var lesinn pistill Gísla Kristjánssonar með frásögn og hugleiðingum hans um reiðhjól til afnota fyrir almenningi í ymsum borgum, þar á meðal Ósló. Það er ágætt að sjá og heyra umfjöllun um þessar lausnir sem eru að vaxa mjög í vinsældum síðastliðin misseri. Fyrir þá sem vilja virkilega kynna sér málefninu mælum við með að kíkja á The Bike-sharing blog , og líka gjarnan að hafa samband við stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna.