Bresk þingnefnd sammála málflutningi LHM í umferðarrráði
Ekið á dreng á hjóli. Léleg hönnun á gatnamóti ? Umræða á bloggi tengd fréttina.
Fyrsta hjólreiðagatan í Danmörku verður í Árósum. Allir mega ferðast þar en hjólreiðamenn hafa forgang og hraðinn væntanlega miðaður við þá.
Lundúnaborg panta tilboð í kerfi fyrir almenningshjól. Vilja miða við 300 metra á milli hjólaleiganna. 6000 hjól á 400 stöðum. Þeir herma þannig eftir hinu geysivinsæla Velib kerfi Parisarborgar.
"Í Evrópu eru aðeins tvennskonar borgarstjórar, þeir sem hafa innleitt almenningshjólaleigur og þeim sem langar til þess." Lesið um hjólabyltinguna sem gengur yfir Evrópu.
Öflug mótmæli gegn áætlunum um að strætisvagnar noti hluta af hjólaleið svipað og áformað er í Reykjavík. Hér er hluti af áætlun um hjólabraut frá Ægissíðu inn í Fossvogsdal að göngubrúinni verði skipt út með stærri brú sem ber strætó sem síðan fer eftir sömu leið og hjólin að hluta.
Bristol stefnir á að verða fyrsta "hjólaborgin" í Bretlandi með t.d. sérstökum hjólabrautum milli úthverfa og miðborgar, kennslu í hjólafærni og fl. Þetta er einn hluti af áætlun sem breska stjórnin styrkir með 20 milljarða framlagi.
Borgarstjóri Seoul segir borgir ekki geta tekist á við gróðurhúsaáhrif og umferðarteppur ef allir fara um á bílum og hyggst leggja 207 km af hjólabrautum fyrir 2012.
Page 12 of 13