Greinar og fréttir tengdar samgöngumálum í víðasta skilningi

Flokkur: Samgöngumál

Hjólreiðaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið

rvk.isBorgarstjórn samþykkti á fundi sínum á þriðjudag sl. tillögu Samfylkingarinar um að Reykjavík hefði forystu um gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið. Hún yrði unnin í samvinnu við önnur sveitarfélög og vegagerðina. Með áætluninni yrði stefnt að því að stórefla möguleika á notkun reiðhjóla á svæðinu með gerð hjólreiðastígakerfis um allt höfuðborgarsvæðið þar sem hjólreiðar eru hugsaðar sem fullgildur samgöngumáti innan svæðisins. Gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar sem tæki til allra þátta sem máli skipta við að auka notkun reiðhjóla er mikilvægt skref í átt til þeirrar framtíðarsýnar.

Flokkur: Samgöngumál

Samgöngusamningar hvetja til vistvæns samgöngumáta

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og nokkrir starfsmenn ráðuneytisins skrifuðu í dag undir fyrstu samgöngusamningana sem ráðuneytið gerir við starfsmenn sína. Tilgangur þeirra er að hvetja til vistvæns samgöngumáta starfsmanna.

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skrifaði undir fyrstu sex samningana og fleiri munu sigla í kjölfarið. Ráðherrann sagði við það tækifæri að með þessu væri ráðuneytið að leggja áherslu á að vera öðrum vinnustöðum fyrirmynd á þessu sviði.

Flokkur: Samgöngumál

Hjólreiðar vaxa um 75% með markvissum aðgerðum

Spring into actionÍ Sutton sem er eitt af úthverfum Lundúnaborgar hafa hjólreiðar aukist um 75% síðustu 3 ár með markvissum aðgerðum yfirvalda en ekki aðeins með dýrum framkvæmdum heldur er unnið í að breyta hugarfarinu og gefa fólki sjálfsöryggi á hjólunum. Íbúum er t.d. boðin ókeypis þjálfun í Hjólafærni. Einnig er fólki boðið upp á leiðir til að spara allt að helming af kaupverði nýs reiðhjóls.

Flokkur: Samgöngumál

Réttlaus á hjólarein - hættuleg lög

Þessi frétt fjallar um konu sem hjólaði í sakleysi sínu á hjólarein þegar ökumaður bifreiðar á næstu akrein ákvað skyndilega að beygja til hægri, gætti ekki að umferð á hjólareininni og af hlaust slys. Ótrúlegt en satt var hjólreiðamaðurinn sem slasaðist dæmdur í órétti þar sem merkingar hjólareinarinnar yfir gatnamótin þóttu ekki í samræmi við ákvæði sem skyldaði bílstjóra til að víkja fyrir hjólandi umferð á hjólareininni. {jathumbnail off}

Flokkur: Samgöngumál

Hjólreiðaáætlun fylgir ávinningur

downtowngvltallbuildings

Í borginni Greenville er unnið eftir hjólreiðaáætlun og þau hafa uppgvötvað það því fylgir efnahagslegur ávinningur og "grænt" orðspor laðar að fyrirtæki. Borgin hefur hlotið brons viðurkenningu Amerísku landssamtaka hjólreiðamanna og stefnir á enn betri einkun sem hjólavæn borg. Nýlega samþykkti borgarstjórn Reykjavíkur hjólreiðaáætlun með háleit markmið og hver veit nema í framhaldinu verði viðsnúningur í aðstæðum til hjólreiða í Reykjavík.

Flokkur: Samgöngumál

Hjólaplanari í Gautaborg

trafiken.nuÞessi vefur sýnir hjólreiðafólki bestu leiðina á milli staða. Virðist vera töff, hugmyndin að minnsta kosti góð. Hægt að velja t.d. hvort maður vill fljótlegustu leiðina eða heppilegustu leiðina. Sniðugt að geta bara dregið táknin inn á kortið í staðin fyrir að skrifa götunöfn.