Kaupmannahafnarborg hefur nú sett upp heimasíðu til að hjólreiðamenn geti sent vísbendingar um það sem gæti eyðilagt goðan hjólreiðatúr.
Københavns kommune spørger cyklisterneKøbenhavns Kommune har lavet en hjemmeside, hvor københavnere kan give kommunen et praj om småting, der dagligt kan spolere en i øvrigt god cykeltur.
Danir mála nú aðvörunarmerki á götur til að hvetja öku- og hjólreiðamenn til að hafa auga með hvor öðrum á hliðarvegum en 40% slysa verða á minni gatnamótum.
Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum á þriðjudag sl. tillögu Samfylkingarinar um að Reykjavík hefði forystu um gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar fyrir höfuðborgarsvæðið. Hún yrði unnin í samvinnu við önnur sveitarfélög og vegagerðina. Með áætluninni yrði stefnt að því að stórefla möguleika á notkun reiðhjóla á svæðinu með gerð hjólreiðastígakerfis um allt höfuðborgarsvæðið þar sem hjólreiðar eru hugsaðar sem fullgildur samgöngumáti innan svæðisins. Gerð heildstæðrar hjólreiðaáætlunar sem tæki til allra þátta sem máli skipta við að auka notkun reiðhjóla er mikilvægt skref í átt til þeirrar framtíðarsýnar.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og nokkrir starfsmenn ráðuneytisins skrifuðu í dag undir fyrstu samgöngusamningana sem ráðuneytið gerir við starfsmenn sína. Tilgangur þeirra er að hvetja til vistvæns samgöngumáta starfsmanna.
Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skrifaði undir fyrstu sex samningana og fleiri munu sigla í kjölfarið. Ráðherrann sagði við það tækifæri að með þessu væri ráðuneytið að leggja áherslu á að vera öðrum vinnustöðum fyrirmynd á þessu sviði.
Danir leita nú að hinum fullkomna hjólastíg. Stofnuð hefur verið dómnefnd sem tekur við tillögum.
Sjá nánar.
Hér er tengill á árlega hjólaráðstefnu dönsku Vegagerðarinnar. Vonandi verða haldnir ráðstefnur sem slíkar hérlendis í náinni framtíð.
Í Sutton sem er eitt af úthverfum Lundúnaborgar hafa hjólreiðar aukist um 75% síðustu 3 ár með markvissum aðgerðum yfirvalda en ekki aðeins með dýrum framkvæmdum heldur er unnið í að breyta hugarfarinu og gefa fólki sjálfsöryggi á hjólunum. Íbúum er t.d. boðin ókeypis þjálfun í Hjólafærni. Einnig er fólki boðið upp á leiðir til að spara allt að helming af kaupverði nýs reiðhjóls.
Þessi frétt fjallar um konu sem hjólaði í sakleysi sínu á hjólarein þegar ökumaður bifreiðar á næstu akrein ákvað skyndilega að beygja til hægri, gætti ekki að umferð á hjólareininni og af hlaust slys. Ótrúlegt en satt var hjólreiðamaðurinn sem slasaðist dæmdur í órétti þar sem merkingar hjólareinarinnar yfir gatnamótin þóttu ekki í samræmi við ákvæði sem skyldaði bílstjóra til að víkja fyrir hjólandi umferð á hjólareininni. {jathumbnail off}
Page 9 of 13