Reykjavíkurborg leitar að þátttakendum í rannsókn sem greina mun umferðaröryggi- og upplifun. Þátttakendur eiga færi á að vinna gjafabréf að verðmæti 75.000 kr.
Samkvæmt frétt á vef Reykjavíkurborgar eru horfur á að 2024 verði gott hjólaár því tölur sýna að reiðhjólin voru nýtt betur í janúar en undanfarin ár.
Á 60. fundi í Skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur þann 15. janúar 2020 var samþykkt fundargerð nafnanefndar Reykjavíkur um nöfn á nokkrum lykilstígum í borginni.
Í frétt á vef Eyjafjarðarsveitar kemur fram að Eyjafjarðarsveit hyggst leggja 7.200 metra langan hjólreiða- og göngustíg á milli Akureyrar og Hrafnagils sem hluta af verkefninu hjólreiða- og göngustígur í Eyjafjarðarsveit.
Í frétt á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði tvær nýjar hjóla- og göngubrýr yfir Elliðaár mánudaginn 30. maí ásamt 350 metra hjóla- og göngustíg. Þessi mannvirki bætast við ört stækkandi hjólastígakerfi borgarinnar en framkvæmt er eftir hjólreiðaáætlun Reykjavíkur.
Borgarstjórn ákvað á fundi sínum 2. febrúar að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út verklegar framkvæmdir við Grensásveg. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er sagt frá fyrirhuguðum breytingum á Grensásvegi sem á að ráðast í á þessu ári.
Page 1 of 13