Ekki á að ala á ótta í forvarnarstarfi.

Í frétt á visir.is kom fram að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði að ekki eigi að ala á ótta í forvarnarstarfi. Þar hitti hún naglann á höfuðið. Persónulega hefur mér ofboðið hvernig alið er á ótta í forvarnarstarfi sumra aðila gagnvart hjólreiðafólki. Farið er fram með órökstutt mál og tilfinningarök, öllum brögðum beitt til að koma reiðhjólahjálmum á alla, óháð skaðlegum hiðarverkunum eins og því að fólk er hrætt frá því að nota þetta frábæra örugga farartæki. Eigum við ekki bara að hafa frjálst val og nota lögregluna í annað en að eltast við fólk sem vill finna vindinn leika um hárið? {jathumbnail off}

Sjá frétt á visir.is og meira af sama tilefni:

Gengið allt of langt í baráttunni við afmarkaðan vanda

Stjórn Heimdallar sendi frá sér ályktun vegna þessarra forvarnaraðgerða. Þar koma nokkrir frasar sem mætti líka snúa á hjálmaskyldumálið og umorða svona:

[xx] telur að gengið sé allt of langt í baráttunni við afmarkaðan vanda.... Þegar [..] yfirvöld grípa til ógnandi og yfirþyrmandi aðgerða af þessu tagi með aðstoð lögreglu bitnar það þegar upp er staðið verst á þeim [..] sem ekkert hafa til saka unnið

Það kom enda í ljós að hverfandi [árangur er af lögleiðingu skyldunotkunar reiðhjólahjálma] og því vert að spyrja
hvort einhver grundvöllur hafi verið fyrir [lögleiðingunni] til að byrja með.

Ef rökstuddur grunur var um, [að hjólreiðar væru hættulegar ] líkt og [xx] ýjaði að [við hvert tækifæri síðustu ár], hefði vel mátt bregðast við þeim vanda með sértækum [rannsóknum því slíkt hefur ekki sannast erlendis ] án þess að allir [hjólreiðamenn] væru settir í þá óþægilegu stöðu að þurfa að sanna sakleysi sitt.

Þá stendur eftir sú fullyrðing [..] yfirvalda að hér sé um öflugt forvarnatæki að ræða. En hvernig má það vera, þegar einu skilaboðin sem eftir standa eru þau að ungmenni sem [vilja fara leiða sinna á reiðhjóli] eigi ekki að hætta sér nærri skólanum sínum?

[xx] telur öðru nær heppilegra að skapa aðstæður fyrir ungt fólk [sem velur þennan holla umhverfisvæna samgöngumáta] að sækja skóla og stunda nám, og höfða til skynsemi og ábyrgðartilfinningar framhaldsskólanema - líkt og heilbrigt forvarnastarf á að gera.

Er ekki merkilegt hversu hörð viðbrögð verða vegna forvarnarstarfs gegn fíkniefnum, sem sannanlega eru skaðleg, meðan mörgum þykir sjálfsagt að beita öllum ráðum til að hræða fólk frá hollum og umhverfisvænum samgöngumáta sem sannanlega er ekki hættulegri en aðrir. Við í LHM vildum gjarnan vera vera laus við skyldunotkun reiðhjólahjálma og þann hræðsluáróður sem henni fylgir og einbeita kröftum sínum að fræðslu á öllum jákvæðu hliðunum á hjólreiðum. Þessi afmarkaði þáttur er að fá athygli langt umfram tilefni og virðist skorta á þekkingu í umræðunni því það gleymist oft að hjálmar eru aðallega ætlaðir að gagnast þeim sem dettur á hjólinu sínu en við harkalegri aðstæður. Þar reynir á að kunna þá tækni sem myndar eðlilegt samspil akandi og hjólandi umferðar og forðast algeng mistök sem geta endað með slysum.

Reglulegar hjólreiðar lengja nefnilega lífið, með eða án reiðhjólahjálma.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl