Slys á göngustígnum í Fossvogi 25. júní 2000

Slys á göngustígnum í Fossvogi 25. júní 2000.

(Nöfnum á fólki hefur verið breytt)

Málsatvik eru þau að Helgi er að koma á hjóli sínu austan frá Heiðmörk eftir göngustígnum í Fossvogi. Alla þessa leið frá Víðidal eru hjólareinar vinstra megin á göngustígnum. Á þessari leið þarf hann nokkrum sinnum að mæta og fara fram úr hjólandi umferð með því að víkja til hægri inn á göngustíginn þar sem hjólaræman rúmar ekki hefðbundna umferð.

 

Sjáið nánar með músarsmelli á mynd

Þegar komið er að skógræktinni í Fossvogi og stígurinn sveigir til norðurs í átt að Fossvogsvegi þá sér Helgi tvo hjólreiðamenn (Jón og Gunnu) ofar í brekkunni þar sem þau notuðu allan stíginn til að auðvelda sér klifrið. Helgi sér að þarna er ekki vant hjólreiðafólk á ferð og tekur því þá ákvörðun að að stytta sér leið í geng um skógræktina til að komast fram fyrir fólkið. Ekki gekk það hratt fyrir sig þar sem þar eru aðeins malarvegir. Þegar komið var að inn-útkeyrslu skóræktinnar við Fossvogsveg þá rennur Gunna fram hjá á göngustígnum sem nú er ekki merktur hjólaræmu. Helgi fer inn á stíginn á eftir henni en Jón, maður hennar, kemur þar á eftir. Gunna fer ekki hratt og framundan er klifur upp á göngubrúna svo Helgi ákveður að taka fram úr Gunnu. Lætur hann vita af sér með því að hringja bjöllu. Gunna sýnir ekki afgerandi viðbrögð en víkur þó eitthvað til vinstri eins og hún hefði átt að gera fram að þessu á göngustígnum. Helgi dregur lika þá ályktun að þessi óvani hjólreiðamaður (Gunna) vilji ekki vera nálægt háum gagnstéttarkantinum. Þegar Helgi er komin upp að hlið Gunnu sveigir hún skyndilega til hægri sem verður til þess að hún skellur á hjóli Helga og stýrin krækjast saman. Fellur hún á höfuðið á gangstéttakantinn og virðist hafa slasað sig töluvert. Spýttist blóð úr slagæð við augnbrún en hún er alltaf með fulla meðvitund. Við fallið þá snýst stýrið á hjóli hennar um 90°. Helgi hins vegar heldur jafnvægi með naumindum. Fellur hann út af göngustígnum og rennur á lausamöl á malbiki Fossvogsvegar þar til hann staðnæmist. Óvíst er hver hraðinn var en gera má ráð fyrir að hann hafi verið 20 - 24 km á klst.  Allir notuðu hjálma. 

Gunna er flutt með bíl íbúa í nágrenninu á slysavarðstofu. Ekki er gerð lögregluskýrsla strax eftir slysið enda varð ekki ljóst hversu alvarlegt slysið varð fyrr en síðar. Er Gunna með brotið axlarblað og kinnbein auk þess sem hún var frá vinnu í langan tíma. Til þess að sækja um bætur þarf lögregluskýrslu sem gerð er 21. september 2000 og hljóðar hún svo: 

Gunna er mætt, ótilkvödd, í kærumóttöku LR til þess að tilkynna um slys sitt og líkamstjón, sem varð í samstuði tveggja reiðhjóla á ofangreindum stað og tíma. Lögreglan kom ekki að málinu.

Kunngerð vitnaskyldan og vitnaábyrgðin auk þess að vera áminnt um sannsögli, þá skýrist Gunnu svo frá að hún hafi hjólað reiðhjóli sínu eftir gangstétt í vesturátt. Á eftir henni hjólaði eiginmaður hennar, Jón kt…. Stuttu  eftir að komið var framhjá innkeyrslu að Skógræktinni, þá var reiðhjóli hjólað út frá innkeyrslunni og haldið í áttina á eftir hjóli Gunnu.

Þessu hjóli stýrði Helgi kt…... Helgi ætlaði að taka fram úr hjóli Gunnu hægra megin, en þá kræktist handfang á stýri hans í stýri Gunnu, sem var þessu óviðbúin og féll á gangstéttarbrúnina. Gunna segist hafa heyrt í bjöllu frá hjóli Helga og sveigt til hægri, þar sem hún bjóst við honum vinstra megin við sig.

Við þetta fall þá slasaðist Gunna og fór á slysadeild SR. Hún var lögð inn, þar sem hægra hereðablað hennar hafði brotnað illa og eins viðbein sömu megin, þá hafði bein við kjálka brotnað. Helga fór í aðgerð viku seinna vegna áverka sinna. Hún vísar annars til vottorðs lækna, sem fá má á slysadeild.

Gunna gerir skýrslu þessa, þar sem hún hyggst leita bóta á tryggingavettvangi, en hún hefur sína heimilistryggingu hjá VÍS. Rætt var við Helga, sem kom með Gunnu til skýrslutöku þessarar, hann var sammála því sem hún sagði um atvikalýsingu. Hann sagðist hafa hringt bjöllu er hann ætlaði fram hjá hjóli Gunnu. Honum fannst Gunna sveigja frá, en svo var ekki, og þess vegna hlaust óhappið. Helgi segir sína heimilistryggingu vera hjá TM.

29. október 2002 berst Helga bréf frá TM sem hljóðar svo:

Ágæti Helgi,

Við höfum haft til uppgjörs líkamstjón Gunnu, sem slasaðist eftir árekstur ykkar tveggja á reiðhjólum þann 21.09.2000. Að mati okkar var um ótvíræða bótaskyldu að ræða  og því tekið á málinu í því ljósi. Nú er málið afgreitt en skv. skilmálum berð þú eigin áhættu sem í þessu tilfelli reiknast kr. 175.000,-. Viljum við gjarnan biðja þig um að hafa samband til nánari viðræðna um hvernig þú vilt ganga frá þessum þætti.

Kveðja   TM….

TM lítur svo á að Helgi beri sök á slysinu þar sem hann fór öfugum megin fram úr Gunnu og því beri honum að greiða eigin áhættu sem reiknaðist í þessu tilfelli kr. 175.000.- Ábyrgðaskilmála TM í tryggingu Helga má sjá hér (pdf 54kb)

Umferðarlögin eru ekki beinlínis skýr enda sést það greinilega í merkingu hjólaræma á göngustígunum og víðar. Þar er ekki að sjá að riki hægri réttur eins og almennt á akvegum.  Hér fyrir neðan má sjá umferðarlögin sem tengjast á einhvern hátt hjólreiðum á göngustígum.  Umferðalöginn í heild sinni má sjá hér

VI. Sérreglur fyrir reiðhjól, bifhjól og torfærutæki.
Reiðhjól.


39. gr.   Hjólreiðamenn skulu hjóla í einfaldri röð. Þar sem nægilegt rými er mega tveir þó hjóla samhliða, ef það er unnt án hættu eða óþæginda. Ef gefið er merki um framúrakstur mega hjólreiðamenn eigi hjóla samhliða, nema aðstæður leyfi eða nauðsyn krefji.
 

Hjólreiðamaður skal hjóla hægra megin á akrein þeirri, sem lengst er til hægri. Akreinina við hlið hennar má þó nota til framúraksturs, ef eigi er unnt að fara fram úr hægra megin.
 

Hjólreiðamaður, sem nálgast vegamót og ætlar að fara beint áfram eða beygja til vinstri, má vera áfram hægra megin á vegi. Ætli hann til vinstri skal hann fara beint áfram yfir vegamótin og beygja þá fyrst, þegar það er unnt án óþæginda fyrir aðra umferð. Gildir þetta þrátt fyrir umferðarmerki eða önnur merki, nema þau séu sérstaklega ætluð hjólreiðamönnum.
 

Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum.
 

Hjólreiðamaður skal að jafnaði hafa fætur á fótstigum og a.m.k. aðra hönd á stýri.
 

Hjólreiðamaður má ekki hanga í öðru ökutæki á ferð eða halda sér í ökumann eða farþega annars ökutækis.
 

Læsa skal reiðhjóli, sem lagt er, nema því sé lagt um stutta stund, og ganga þannig frá því, að eigi stafi hætta eða truflun af.
 

40. gr.   Barn yngra en 7 ára má eigi hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri.
 

Eigi má reiða farþega á reiðhjóli. Þó má vanur hjólreiðamaður, sem náð hefur 15 ára aldri, reiða barn yngra en 7 ára, enda sé barninu ætlað sérstakt sæti og þannig um búið að því stafi eigi hætta af hjólteinunum.
 

Eigi má flytja á reiðhjóli þyngri hluti eða fyrirferðarmeiri en svo að ökumaður geti haft fullkomna stjórn á reiðhjólinu og gefið viðeigandi merki. Eigi má heldur flytja á reiðhjóli hluti, sem valdið geta öðrum vegfarendum óþægindum.

 

Nú vakna spurningar sem nauðsynlegt er að fá svör við:

1. Er hægt að lita svo á að bótaskilda Helgi sé ótvíræð þar sem ekki eru til ótvíræðar umferðareglur á göngustígum?

2. Ef lesa má úr ofangreindum umferðarlögum umferðareglur á göngustígum, hvernig má þá lesa úr því að Helgi sé bótaskyldur?

3. Í því ljósi að á sama göngustíg geti hjólaræmur verið bæði vinstra- og hægramegin á leið hjólreiðamanna, er þá hægt að segja að þar ríki einhverjar umferðareglur sem réttlæti bótaskildu í svona tilfellum?

4. Ætti borgin ekki að setja upp skilti á staði þar sem "umferðareglur" breytast reglulega og skýra þær svo réttarstaða vegfarenda sé skýr?

5. Ef þarna hefðu átti í hlut skokkandi einstaklingar, hefði þá verið hægt að gera Helga bótaskyldan?

6. Er þetta ekki íþróttaslys? Ef þetta hefði gerst í hita boltaleiks þar sem tveimur líst saman, hefði þá einhver verið bótaskyldur?

7. Er einfaldlega hægt að yfirfæra umferðarlög bifreiða yfir á hjólreiðar á göngustígum sem augljóslega eru ekki hannaðir til hjólreiða?

8.  Ef á göngustígum ríkja umferðarreglur þ.á.m. hægri réttur, ættu stígar þá ekki að vera merktir miðjulínu þar sem allir vegfarendur framfylgja hægri reglunni? Má ekki skilja það svo að á göngustígum ríki ekki hægri regla þar sem hjólaræman (sem rúmar umferð aðeins í aðra áttina) getur hvort heldur sem er verið vinstra eða hægra megin á leið hjólreiðamanna.

9.  Ef á göngustígum ríkir hægri regla eins og á akvegum má þá ekki eins segja að Gunna hafi verið á röngum vegarhelmingi og beygt í veg fyrir Helga?

10.  Hvað með stýrið á hjóli Gunnu? Gæti verið að það hafi verið laust og þess vegna hafi slysið orðið alverlegra en annars ef það hefði verið vel hert. Hjólið var ekki skoðað eftir slysið enda óvíst hvort það hefði leitt til einhverrar niðurstöðu.

11.  Ætti Helgi að áfrýja þessari kröfu?

Öll aðstoð lögfræðinga við að svara þessum spurningum er vel þeginn þar sem bótakrafan er ekki tilkomin frá hlutlausum aðila. Það er því mikilvægt að ekki skapist bara einhver bótavenja sem ekki á sér stað í lögum.

Vel rökstudd svör gætu nýst í baráttunni fyrir bættum samgönum hjólreiðamanna hvort sem niðurstaða verði sú að Helgi sé bótaskyldur eða ekki.

Vinsamlegast sendið póst til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og gefið svör við sem flestum spurningum.

 


Myndir af vetfangi

 

Þegar Helgi kom eftir þessum stíg þá átti hann u.þ.b. 10 metra eftir til að fara fram úr Jóni og Gunnu á þessum stað. Vegna aksturslags þeirra (áttu ekki auðvelt með að fara upp brekkuna) taldi Helgi óráðlegt að fara fram úr þeim á þessum stað og tók því þá ákvörðun að fara í gegnum Skógræktina til vinstri. (Á þeim tíma var ekki keðja fyrir stígnum). 

Takið eftir því að á þessum stað hefði Helgi átt að fara eftir óskráðri reglu að fara fram úr Jóni og Gunnu hægra meginn. Eftir sömu óskráðu reglu hefði Helgi þurft að fara ef hjólreiðamaður hefði komið úr gagnstæðri átt.

Myndin er tekin á þeim stað þar sem rauða línan byrjar lengst til hægri á yfirlitsmyndinni hér fyrir neðan.

Hér má sjá leið Gunnu, Jóns og Helga, frá því Helgi sér þau fyrst og þar til slysið verður.

Til baka á slysalýsingu


Myndir frá slysstað, daginn eftir slysið

Þar sem hjólið liggur lenti Gunna með höfuðið á gangstéttarkantinum

Til baka á slysalýsingu

 {jathumbnail off}