Uppfærsla á verklagsreglum vegna starfsemi stöðvalausra hjóla- og smáfaratækjaleiga á borgarlandi Reykjavíkur

Álit um: Uppfærsla á verklagsreglum vegna starfsemi stöðvalausra hjóla- og smáfaratækjaleiga á borgarlandi Reykjavíkur (PDF)

Álit þetta er sameiginlegt álit Landssamtaka hjólreiðamanna (LHM) og grasrótarátaksverkefnisins Verst lagða rafskútan (VLR), hér eftir „Samtökin“.

Samtökin hafa skoðað drög að nýjum verklagsreglum vegna starfsemi stöðvalausa hjóla- og smáfarartækjaleiga á borgarlandi Reykjavíkur en eldri reglur eru frá 2019 með síðari viðbótum og breytingum. Samtökin eru ekki mikið ósammála þeim breytingum sem eru nú lagðar til en telja þær ekki á nokkurn hátt ná yfir það vandamál sem hefur verið viðvarandi á hjólastígum borgarinnar síðan 2019–2021 og sem fer sífellt versnandi. Ennfremur hefur núverandi reglum varla verið fylgt eftir og er ekkert í nýjum reglum sem bendir til þess að eftirfylgni muni eitthvað skána. Samtökin leggja því til margskonar viðbætur við drögin.

Álit þetta er í þremur hlutum: Annars vegar er kafli um mikilvægustu atriðin sem algjörlega vantar í nýju reglurnar. Samhliða því verður farið yfir umsagnir innviðaráðuneytis við umferðarlög þegar rafhlaupahjól voru gerð að nýjum sérstökum flokki smáfarartækja (hér eftir „rafskútur“) og lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Hins vegar verður farið yfir einstakar greinar í drögunum að nýju reglunum. Loks er rætt um eftirfylgni.

Skoðið umsögnina í heild sinni í þessu PDF skjali: Álit um: Uppfærsla á verklagsreglum vegna starfsemi stöðvalausra hjóla- og smáfaratækjaleiga á borgarlandi Reykjavíkur (PDF)

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.