Í frétt á vef Mbl.is og vef Reykjavíkurborgar er sagt frá því að nemendur í Fossvogsskóla hafi búið til hjóðfæri úr reiðhjóli í Biophiliu menntaverkefninu en uppskeruhátíð verkefnisins stendur nú yfir í Ráðhúsinu fram yfir næstu helgi (4.-5. júní).
Påhoj er skemmtileg nýjung sem gæti auðveldað foreldrum lífið því hann í senn bæði barnastóll og barnakerra. Með honum er hægt að hjóla á áfangastað, kippa barnastólnum af hjólinu og halda ferðinni áfram gangandi með barnið í barnakerru.
Í umferðinni þarf að haga sér eftir aðstæðum og yfir vetrarmánuðina þarf góð ljóst á hjólinu til að sjást vel í myrkrinu. Ef hjólað er út fyrir upplýst borgarumhverfið þarf enn öflugri ljós til að lýsa leiðina en allt er best í hófi og það þarf að passa að valda ekki öðrum glígju eða blinda þá.
Ástralinn Dr. Peter Terren býr nokkuð afskekkt, hjólar í vinnuna og notar 5W LED hjólaljós til að lýsa leiðina. En honum fannst það eitthvað ekki nógu sterkt einn daginn og ákvað að útbúa eitthvað öflugra og endaði með öflugasta hjólaljós í heimi. Það er svo öflugt að sést með berum augum utan út geimnum.
Allt of mörg hjólastæði virðast beinlínis hönnuð til að skemma og rispa reiðhjól þeirra sem nýta sér þau. Það er engin hætta á slíku í þessari skemmtilegu hönnun enda eru þau gúmmí styrkt með keðju úr stáli.
Kristmundur Guðleifsson smíðar Krigus bögglaberann sem er ný íslensk framleiðsla.
Hjólaferðamennska fer vaxandi á Íslandi en til að hjólreiðar geti orðið raunhæfur samgöngumáti þurfa hjólastæði að vera eðlilegur hluti af okkar daglega umhverfi.
Fjöldi stórborga hafa innleitt hjólaleigukerfi fyrir almenning og setja þau hjól sterkan svip á borgir eins og London og París. Hinn heimsfrægi hönnuður Philippe Starck var fenginn til samstarfs þegar hanna átti nýtt hjól fyrir fyrirhugað almenningshjólakerfi Bordeaux í Frakklandi.
Útkoman var óvenjulegt reiðhjól sem einnig má nota sem hlaupahjól þegar þarf að fara hægt yfir svo sem í göngugötum. Það er einnig með innbyggðum bögglabera, rafal í nafi fyrir ljósabúnað og gul dekk í yfirstærð gefa hjólinu skemmtilegt yfirbragð.
Yfirleitt snýr öryggisbúnaður í bílum að því að hlífa bílstjóra og farþegum en minna hefur verið hugað að þeim sem verða hugsanlega fyrir bílunum. Nýlega kynnti Volvo nýjan öryggisbúnað sem á að skynja hjólreiðamenn sem gætu verið í bráðri hættu á að verða fyrir bílnum. Við þær aðstæður tekur búnaðurinn fram fyrir hendur bílstjórans og bremsar sjálfkrafa til að reyna að forða ákeyrslu. Svipaður búnaður var fyrst kynntur hjá Volvo 2010 en nú er hann orðinn enn nákvæmari. Áður hafa verið kynntir utanáliggjandi loftpúðar sem einnig er ætlað að draga úr alvarleika slysa ef ekið er á gangandi eða hjólandi.
Page 1 of 7