Safn skemmtilegra frétta og greina sem tengjast  hjólafólki og þess sem það tekur upp á.

Flokkur: Fólk

Syngjandi glaður með Ísland og íslendinga

David HuttonDaniel Hutton vakti athygli í sumar þegar hann hjólaði hringinn í kringum Ísland og safnaði fé til góðgerðarmála. Hann er frá Harrogate í Englandi og hefur stundað söng í yfir 27 ár eða frá átta ára aldri. Hann bauðst til að syngja fyrir gistingu eða mat á ferð sinni og gekk það vonum framar. Í nýjasta tölublaði Grapewine skrifar hann um reynslu sína og greinilegt er að hann hefur náð að heilla íslendinga. Aðeins einu sinni bankaði hann uppá hjá ókunnugum, eftir það greip íslenska tengslanetið hann upp á arma sína.
Flokkur: Fólk

Góða veðrið hopar í næstu viku

Hjólað upp LaugaveginnÞessi unga kona þurfti ekki að vera í kuldaúlpu þar sem hún hjólaði upp Laugaveginn á dögunum í hlýrri rigningunni. En næst þegar hún bregður sér á hjólafákinn gæti hún þurft loðhúfu og vettlinga, því nú lítur út fyrir að hlýindakaflinn sé á enda. Suðlægar áttir og milt veður verður á morgun, en síðan kólnar smám saman. Frá og með fimmtudegi má búast við norðlægri átt með ofankomu fyrir norðan og fremur köldu veðri.

Flokkur: Fólk

Á reiðhjól með herrasniði

gbl_1ss3Svandís Svavarsdóttir telur almenningssamgöngur og hjólreiðar vera góða fjárfestingu fyrir hið opinbera:

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra settist niður með blaðamanni Grænablaðsins og svaraði nokkrum spurningum tengdum hjólreiðum, Svansvottun og aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.

Flokkur: Fólk

Bankastarfsmaður missti þrjátíu kíló

dv110920900-003_jpg_800x1200_q95Hrönn Harðardóttir byrjaði að hjóla 2008 - Sparar tíma, peninga og bætir heilsuna

„Ég hef núna hjólað allt sem ég fer í þrjú ár,“ segir Hrönn Harðardóttir, 47 ára bankastarfsmaður og hjólreiðakappi. Hrönn er ein þeirra sem hefur tekið upp þann lífsstíl að hjóla í vinnuna. Það gerði hún árið 2008.

Flokkur: Fólk

Hjólaði af sér bakverkina

575320

Vinsældir hjólreiða hafa aukist gífurlega á undanförnum árum og margir Íslendingar nota hjólið sem sinn aðalfarkost allt árið um kring. Lögreglumaðurinn Benedikt Lund er einn þeirra sem hjóla allt árið en hann uppgötvaði gildi hjólreiða eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi fyrir fimmtán árum síðan.

Flokkur: Fólk

Arna Sigríður hjólar hálfmaraþon

Ísfirðingurinn Arna Sigríður Albertsdóttir tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag á handahjólinu sínu og ætlar að hjóla hálfmaraþon eða 21 kílómetra. Hún segir maraþonið leggjast afar vel í sig en hún tekur þátt til styrktar Grensásdeild Landspítalans, þar sem hún var í endurhæfingu í rúmlega hálft ár eftir að hún lamaðist í skíðaslysi 30. desember 2006. Að sögn Örnu Sigríðar hjálpaði starfið og starfsfólkið á Grensás henni ótrúlega mikið á sínum tíma og er hún þeim ævinlega þakklát. Aðspurð segist hún ekki vita til þess að fleiri muni hjóla í maraþoninu. „Ég held líka að handahjólið mitt sé eina sinnar tegundar á landinu í dag og finnst þetta því frábært tækifæri til að vekja athygli á því.“

Flokkur: Fólk

Svona rúllar E.T.

mbl-110714Fyrir sex árum fór Emil Tumi Víglundsson á sitt fyrsta fjallahjólanámskeið í Nauthólsvík. Nú í dag hugsar hann um hjól allan daginn; vinnur í Erninum og undirbýr sig af kappi fyrir hjólreiðakeppnina á Ólympíuleikum æskunnar sem fara fram í lok mánaðarins.

Flokkur: Fólk

Yndislegt að heyra fuglasöng á morgnana

efling0711a- segir Anna Lísa Terrazas, starfsmaður í móttöku
Ég hef aldrei áður hjólað í vinnuna og þurfti meira að segja að fá lánað hjól,segir Anna Lísa sem tók þátt í átakinu Hjólað í vinnuna. Henni fannst ekkert erfitt að hjóla og var heppin með veður þá daga sem hún hjólaði. Mér fannst gott að njóta útiverunnar og það var yndislegt að heyra fuglasönginn og sjá kanínurnar hoppa um í hlíðinni á morgnana segir hún. Hún segir mesta álagið hafa verið að hjóla í umferðinni svo hún hafi haldið sig við að hjóla aðeins lengri leið en njóta þá náttúrunnar um leið.