Christine Lagarde nýskipaður framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og áður fjármálaráðherra Frakklands ætlar að taka hjólið sitt með þegar hún flytur til Washington DC og hjóla í nýju vinnuna.
Einar Þ. Samúelsson mun hjóla í kringum landið dagana 2. - 16. júlí til þess að safna áheitum fyrir aðstandendur Bjargar Guðmundsdóttur og bróður hennar Kristinn Guðmundssonar. Björg glímdi við MND en lést úr krabbameini 7. júní síðastliðinn. Kristinn glímir við MND sem er ólæknandi taugahrönunarsjúkdómur. Hægt er að heita á hjólagarpann með því að hringja eða senda sms í númerið 904 1407 og gefa þar með 1407 kr. Það samsvarar einni krónu fyrir hvern hjólaðan kílómetra en gert er ráð fyrir að hjóla fyrir Hvalfjörðinn og verður vegalengdin því 1407 km. Verkefnið hefur fengið nafnið „Á sumu má sigrast“ og má finna allt um það á heimasíðunni: http://www.asumumasigrast.is einnig á www.facebook.com/asumumasigrast
Kona var stöðvuð af lögreglu fyrir að vera of sexy að hjóla um borgina. Lögreglumaðurinn sagði hana skapa hættu í umferðinni með því að hjóla í pilsi, það hefði afar truflandi áhrif á bílstjóra og skapaði hættu í umferðinni. Hollenska hjólreiðakonan Jasmijn Rijcken var hissa á þessu enda stödd í New York.
Í hjólreiðaheiminum, jafnt sem í öðrum hlutum samfélagsins eru ýmsir jaðarhópar. Sumir taka hluti mjög alvarlega. Hjá öðrum virðist bros á vör vera mjög mikilvægur þáttur. Mér var bent á myndband um svona hópi með bros á vör um daginn í gegnum Facebook-síðu, "One-street aliance". One street er einhverskonar fræða- og hjálparstofnun sem notar hjólreiðar sem sitt mikilvægasti tæki. Þau eru með skrifstofu í Bandaríkjunum, en hluti af starfseminni er meðal annars í fátækari löndum. Að þessu sinni var sem sagt bara um ábendingu um skemmtilegu efni að ræða, nánar tiltekið mynbandabút sem sýnir frá fjörinu tengt hjólreiðahópi í Austurríki, Rad Rowdies. Þau tengja saman hjólreiðar, bjórdrrykkju og sum einkenni sem við tengjum við vélhjólagengi. Ekki þar með sagt að LHM eða ég hvetjum til neins af þessu, nema hjólreiðarnar og þess að brosa.
Hér eru flottar myndir af Alan Grace og félaga hans Dave þegar þeir fóru á handknúnu hjólunum sínum út í snjóinn í skóg nálægt Windermere í desember síðastliðnum. Alan notar hjóla frá Draft en David er á pólsku off-road full suspension handknúnu hjóli. Þó hjólin séu gjörólík reyndust þau bæði vel í snjónum. Bæði virðast þau búa yfir jafnvægi sem tvíhjól vantar í hálku.
Það er margt undarlegt sett á diskana í Suður-Ameríku, en ég smakkaði bara bólivískan naggrís sem var hvarvetna grillaður lifandi fyrir framan mann. Reyndar náði ég ekki að skilgreina ógeðslegt bragðið, því ég var of meðvituð um hvað í munninum var,“ segir Katrín Helga Skúladóttir, sem í vetur gerði víðreist um Suður-Ameríku með æskuvinkonu sinni Andreu Ósk Gunnarsdóttir. Katrín Helga er flugmælt á spænsku eftir ár sem skiptinemi í Argentínu, en þær Andrea Ósk höfðu fyrir margt löngu ákveðið að leggjast í ferðalög eftir stúdentspróf. Fyrsta kastið varð Katrín Helga samt að strjúka á sér magann ef hún varð svöng þar sem málleysið var algert á báða bóga hjá skiptinemafjölskyldunni.
Skoðið þessar myndir á facebook síðu Copenhagen X
Breski hjólreiðamaðurinn Thomas Stevens varð fyrstur til að hjóla hringinn í kringum hnöttinn fyrir 124 árum.
Hjólatúrinn langa hóf hann frá San Francisco að morgni 22. apríl 1884 á svörtu 50 tommu Columbia-reiðhjóli, með sokka, spariskyrtu, regnstakk, sem einnig dugði sem tjald, svefnpoka og skammbyssu í stýristöskunni. Þaðan hjólaði hann í austurátt og var hvarvetna fagnað af hjólaklúbbum, en til Boston kom hann 4. ágúst 1884 og lauk þar með fyrsta hjólatúr sögunnar þvert yfir meginland Norður-Ameríku.
Page 5 of 9