Fyrsta hnattreisan á reiðhjóli farin fyrir 124 árum

thomas-stevens-penny-farthing-attack1Breski hjólreiðamaðurinn Thomas Stevens varð fyrstur til að hjóla hringinn í kringum hnöttinn fyrir 124 árum.

Hjólatúrinn langa hóf hann frá San Francisco að morgni 22. apríl 1884 á svörtu 50 tommu Columbia-reiðhjóli, með sokka, spariskyrtu, regnstakk, sem einnig dugði sem tjald, svefnpoka og skammbyssu í stýristöskunni. Þaðan hjólaði hann í austurátt og var hvarvetna fagnað af hjólaklúbbum, en til Boston kom hann 4. ágúst 1884 og lauk þar með fyrsta hjólatúr sögunnar þvert yfir meginland Norður-Ameríku.

Eftir vetursetu í New York fór Thomas með gufuskipi til Liverpool í Englandi og hjólaði þaðan suður Evrópu og allt til Írans, þar sem hann dvaldi yfir vetrarmánuðina í Teheran.

Í mars 1886 steig hann aftur á reiðhjólið og hjólaði, með hjálp gufubáta yfir höfin, sem leið lá yfir Mið-Austurlönd og til Indlands þaðan sem hann sigldi yfir til Asíu. Víðast hvar lenti hann í tungumálaörðugleikum þegar hann spurði til vegar; sums staðar var honum úthýst en annars staðar fékk hann hlýjar móttökur. Ferð Thomasar lauk í Japan 17. desember 1886, eftir 13.500 mílna hjólreiðatúr, en á byrjunarreit í San Francisco kom hann aftur með reiðskjóta sinn 4. janúar 1887.

 


Frétt í Fréttablaðinu 4. jan. 2011

Hér má lesa meira um þetta ferðalag, ævintýrin sem hann lenti í og leiðina sem hann fór.

Og á Gutenberg.org má sækja rafrænt eintak af ferðasögu Thomas Stevens í tveimur bindum.

PG

penny-farthing-thomas-stevens

 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.